Friday, October 31, 2008

Topp 5 lög sem ég myndi syngja í storminn við þverhnípi eftir tilfinningaþrunginn dag - Erla Þóra

Gríðarlegt tímaleysi sökum náms, verknáms og annars almenns vesens gerir það að verkum að engir tenglar eru með lögunum. Sorry!

5. Bonnie Tyler - Total Eclipse of the Heart

Hádramatískt. Sungið óspart á rúntinum í gamla daga. Þá var Sólveig vinkona "turnaround". Það þýddi að hún söng alltaf "turnaround" með tilþrifum en við hinar sungum Bonnie. Good times.

4. Bryan Adams - Everything I do I do it for you

Það var annað hvort þetta eða "Please forgive me". Get svoleiðis svarið það að Bryan Adams er bara alltaf á þessu þverhnípi í lögunum sínum!

3. Sting, Rod Stewart & Bryan Adams - All for love

Bryan búinn að draga Sting og Rod Stewart með sér út á þverhnípið.

2. Kate Bush - Wuthering Heights

Drama drama drama. Sá myndina einhverntíman fyrir löngu síðan, enduruppgötvaði þetta lag svo fyrir svona þremur árum síðan og ákað að lesa bara bókina. Góð bók. Gott lag.

1. Abba - The Winner Takes it All

The judges will decide
The likes of me abide


Mikil ósköp. Þetta syngur maður í alveg brjáluðu skapi á þverhnípi eftir ömurlegann dag.

No comments: