Friday, October 17, 2008

Slæmt bítl... zvenni

Mr. Moonlight


Ekki svo slæmt kannski en ekkert spes heldur. Soldið skrítið að vera að reyna að leita uppi slæm lög en úr hráefninu sem í boði kemst þetta á listann. Er líka early bítl sem er ekki nærri eins gott late bítl. Myndbandið er samt skondið.

Revolution 9


Veit ekki alveg hvað á að halda um þetta lag. Er þetta brautryðjendasýruflipp eða bara Lennon í rugli. Ekki viss.

Good Night


Hef sjaldan haft neitt út á Ringo að setja nema máski sólósmellin hans "Your Sixteen" (en hann var 34 ára þegar hann söng og lék í myndbandinu við lagið). Good Night er samt nokk slapt. Vögguvísa í lok hvítu plötunnar sem hefði vel mátt sleppa að mínu mati.

Long and Winding Road

Strengirnir og Phil Spector gera lagið afar vemmilegt sem Paul McCartney lög mega ekki við. Heyrði seinna strípaða útgáfu af því á endurgerðri útgáfu af Let it be sem er miklu betri. Gott dæmi um strengjaflipp sem fer úrskeiðis. Hér er strípaða útgáfan til samanburðar, og hljómar bara afar vel. Þarf engan bévítans hljóðvegg, bara bítlana og í mesta lagi Billy Preston á orgel.

Ob-La-Di, Ob-La-Da


Man bara eftir hræðilegri útgáfu af laginu í sjónvarpsþáttunum Life goes on þar sem fjölskyldan syngur inngangslagið og enginn man eftir að gefa hundinum. Þó að lagið hafi ekki verið með betri tónsmíðum bítlanna þá eyðilagðist það algjörlega fyrir mér í útgáfu Corky og co. Ekki smella á þennan tengil.

1 comment:

Anonymous said...

Vó, líkir listar hjá okkur. Ég var líka mikið að spá í Good night og Revolution 9. Var eiginlega ekki alveg viss um hvort það síðarnefnda væri lag.

Og hvað var fokking málið með að gefa aldrei hundinum? Þetta fólk á að segja af sér.

Kv.
Krissi