Thursday, October 16, 2008

Airwaves 2008 - miðvikudagskvöld

Airwaves er byrjað! Við byrjuðum hátíðina á föstum liðum eins og vanalega... þ.e. að eyða hálfu kvöldinu í röð. Ahh Airwaves, I've missed you. Við allavega afrekuðum að heyra en ekki sjá Bob Justmann á Hressó sem kom ánægjulega á óvart. Ekki það að ég hafi búist við einhverju slæmu heldur var bara meira fútt í þessu en síðast þegar ég sá hann, hörkuband og svona. Melikes. Melikes hins vegar ekki Hressó sem tónleikastaður, hljóðið var slæmt og lögunin á staðnum er alveg glötuð því maður sér ekki baun nema standa alveg fremst. Bú á það.

Anywho, eftir þetta ákváðum að rölta yfir á Tunglið þar sem var lengsta röð sem ég hef nokkurntíma séð á þessari hátíð og er ég þó sjóuð í þeim málum. Eftir að hafa heppilega hitt vinkonur mínar sem stóðu ekki skelfilega aftarlega í röðinni og beðið kreisí lengi úti í kulda og rigningu (hallelúja fyrir regnhlífum) komumst við loksins inn þegar Hjaltalín voru að byrja að spila. Fólksfjöldinn þarna inni var algjörlega út úr kortinu... hiti, sviti, olnbogaskot og troðningur en Hjaltalín voru skemmtileg og hress. Eftir Hjaltalín gáfumst við upp mannmergðinni og fórum bara heim en þetta var ágætis upphitun fyrir það sem koma skal.

Kvöldið er nokkuð opið en ég er nokkuð viss um að sjá Fuck Buttons, El Perro Del Mar og Lay Low. Annars er ég spennt fyrir The Mae Shi, Florence & The Machine, FM Belfast og Ane Brun en það fer eftir því hversu snemma ég mæti í bæinn og hversu seint ég meika að fara að sofa hvað verður fyrir valinu. Já!

El Perro Del Mar - Glory To The World
The Mae Shi - The Lamb And The Lion

No comments: