Friday, November 30, 2007

Topp 5 trúarlög - Vignir

5. George Michæl - Faith
Jú, maður verður að halda í trúna.... og leðurjakkann.


4. Gus Gus - Believe
I'm no jesus but I'm close to him,
We talk all the while.
I'm no jesus but he comforts me,
We walk side by side.

Daníel Ágúst er ágætis staðgengilsjesús, reddar manni ef maður er að drukkna og svona.

3. Depeche Mode - Personal Jesus
Dave Gahan reddar manni ef að Jesús svarar ekki bænum manns.

2. Monty Python - Every Sperm is Sacred
Kaþólska kirkjan hefur í gegnum tíðina passað upp á að fólk sé örugglega duglegt að fjölga sér í þeirra nafni og ekki sulla öllu út um allt. Helsti gallinn er að maður gæti misst börnin sín í læknisfræðilegar tilraunir.


1. A Perfect Circle - Judith
You're such an inspiration for the ways
That I'll never ever choose to be
Oh so many ways for me to show you
How the savior has abandoned you
Fuck your God
Your Lord and your Christ
He did this
Took all you had and
Left you this way
Still you pray, you never stray
Never taste of the fruit
You never thought to question why

Maynard fær útrás fyrir tilfinningum sínum um trú móður sinnar og hvernig hún gaf kirkjunni allt sitt líf.

Trúarlög - zvenni

Prayer to God - Shellac
To the one true God above:
here is my prayer
not the first you've heard, but the first I wrote.
(not the first, but the others were a long time ago).
There are two people here, and I want you to kill them.


Ekki beint fallegur sálmur þessi bæn til Guðs, bón um greiða. Ef marka má textann fjallar bænin um tilfinningalega úrvinnslu manns (Albini?) á framhjáhaldi konu sinnar og elskhuga hennar og von um makaleg málagjöld þeirra.

Kill them already, kill them already,
Kill ´em.
Amen.


Skriftagangur - Þursaflokkurinn

Prestur með pokarass,
áttu ekki dropa vatns,
að lána mér til sunnudags?

syndir mínar segji ég þér,
segðu þær ekki eftir mér.

Ég hef stolið mör úr ám
bæði svörtum og grám.

Ég hef stolið mör úr mókollóttum hrúti,
svo er þessi skriftagangur úti.

syndir mínar segji ég þér,
segðu þær ekki eftir mér.


Kristilegur proggrokk-skriftagangur að hætti þursanna. Eitt af mínum uppáhalds trúar- og Þursaflokkslögum.

Mercy - Nick Cave
The moon had faced toward me
Like a platter made of gold
My death, it almost bored me
So often was it told

And I cried `Mercy'
Have mercy on me
And I dropped down to my knees


Cave setur sig í spor Jóhannesar Skírara, yfirgefnum af fylgjendum sínum, á leið í dauðann biðjandi um miskun.

We're not gonna take it - The Who
Welcome to the Camp,
I guess you all know why we're here.
My name is Tommy
and I became aware this year

If you want to follow me,
you've got to play pinball.
And put in your earplugs
put on your eyeshades
you know where to put the cork


Þetta hefur það allt, trú, trúboð, falsguð, fall hans og viðbrögð vonsvikins múgs...

Wind Up - Jethro Tull
Hér ávarpar Anderson kirkju Englands, varðmenn hennar og sunnudagstrúna.

In your pomp and all your glory you're a poorer man than me,
as you lick the boots of death born out of fear.
I don't believe you:
you had the whole damn thing all wrong --
He's not the kind you have to wind up on Sundays.

Topp 5 trúarlög - Kristín Gróa

5. George Harrison - My Sweet Lord

I really want to see you
Really want to be with you
Really want to see you lord
But it takes so long, my lord


Það er ekki alveg ljóst hvaða máttarvöld George er að ákalla en ég skil lagið einmitt þannig að það skipti ekki öllu máli.

4. Johnny Cash - God's Gonna Cut You Down

Go and tell that long tongue liar,
Go and tell that midnight rider,
Tell the rambler, the gambler, the back biter,
Tell 'em that God's gonna cut 'em down


Þetta lag hefur verið sungið af ótalmörgum tónlistarmönnum en mér finnst þessi útgáfa bara svo rosalega flott. Cash tókst einhvernveginn alltaf að færa tökulögum nýja merkingu og meiri dýpt.

3. Jens Lekman - A Higher Power

In church on sunday making out in front of the preacher
You had a black shirt on with a big picture of Nietzsche
When we had done our thing for a full christian hour
I had made up my mind that there must be a higher power


Jens fer að trúa á æðri máttarvöld eftir að hann finnur ástina. Sérstakt lag í mínum huga.

2. Sufjan Stevens - Seven Swans


He will take you
If you run
He will chase you
Because he is the Lord


Hinn trúaði Sufjan syngur ógnvænlegt lag um sinn Guð.

1. Curtis Mayfield - People Get Ready

People get ready for the train to Jordan
It's picking up passengers from coast to coast
Faith is the key, open the doors and board 'em
There's hope for all among those loved the most


Ég fer ekki ofan af því að þetta sé eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt.

Thursday, November 29, 2007

Extra extra read all about it!!!

Timberlake sjálfur á Íslandi?

Um daginn fór ég í Smáralind (ugh!). Þegar ég gekk yfir bílastæðið kættist ég mikið því þar sá ég þennan bíl:



þóttist ég því viss um að þetta hlyti að vera disguise fyrir JT. Ekki mjög lúmskt þó, með completely see-through windows og einkanúmerinu MY LOVE.

Nú er spurningin bara: hvað var JTinn að gera í Kópavogi? Voru einkatónleikar á lager Debenhams? Hjálpaði hann til við að afgreiða á Burger King? Skellti hann sér í bíó? Eða er þetta kannski bara væmið einkanúmer nýgiftra hjóna úr Kópavoginum?
Jah maður spyr sig!

Fimmtudagspepp

Eigum við að hverfa aðeins aftur til fortíðarinnar og dansa í okkur hressleikann?


Fyrstir á pall eru Orchestral Manoeuvres In The Dark með einstaklega hressandi lag um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Það er skrítin tilfinning að hafa óstjórnlega þörf fyrir að dansa villtan kjánadans um leið og mig verkjar í hjartað yfir hryllingnum sem þeir syngja um.

OMD - Enola Gay



Næstir eru Gibb bræður með grúví lag frá árinu 1975. Ég er svo sem ekki mikill Bee Gees aðdáandi en þetta lag er ferlega flott og tilvalið sem upphitunarlag fyrir helgina.

Bee Gees - Jive Talkin'



Að lokum eru það svo fyrrum Depeche Mode meðlimurinn Vince Clarke í félagi við Andy Bell en saman mynda þeir að sjálfsögðu sveitina Erasure. Til gamans má geta að best of platan þeirra var held ég þriðji geisladiskurinn sem ég eignaðist og þó hún hafi nú aldrei verið í uppáhaldi hjá mér þá er lagið A Little Respect skemmtilegt.

Erasure - A Little Respect

Wednesday, November 28, 2007

PJ Harvey


PJ Harvey er ekta suddarokkari og kannski er það þess vegna sem ég fíla hana betur en flestar aðrar sólótónlistarkonur. Mér hefur alltaf fundist hún vera kvenkyns Nick Cave en kannski er það bara af því hann er líka suddarokkari og þau voru einu sinni saman. Hún var allavega að gefa út plötuna White Chalk í haust sem ég keypti á flugvellinum í Moskvu af öllum stöðum (Rússar hlusta greinilega ekki bara á júrópopp þó ég hafi verið sannfærð um það fram að þessu). Ég veit ekki alveg hvaða dóm ég legg á þessa plötu því ég er bara búin að hlusta á hana nokkrum sinnum og hef á tilfinningunni að maður fatti hana ekki fyrr en eftir ítrekaða hlustun. Platan er allavega rosalega róleg svo ef maður er að vonast eftir rokki og róli þá er betra að hlusta á eitthvað annað. Ég held samt að ég sé að fíla þetta...

PJ Harvey - Highway '61 Revisited af Rid Of Me
PJ Harvey - The Devil af White Chalk

PJ Harvey á MySpace

Arcade Fire...encore une fois!

Afhverju var enginn búinn að segja mér frá þessu? :)

Tuesday, November 27, 2007

Næsti listi...

Á föstudaginn ætlum við að takast á við það vandasama verkefni að telja upp topp 5 trúarlög. Lögin mega tengjast hvaða trú sem er og á hvaða hátt sem er svo það má búast við skemmtilegum og ólíkum listum í þetta sinn. Til að hita upp er um að gera að hlusta á Eddie Izzard tala um trúmál...

Black Mountain


Black Mountain eru það sem Wolfmother vilja vera en tekst ekki... ekta seventís rokkhljómsveit. Þeim tekst að minna á Led Zeppelin, Pink Floyd og Deep Purple án þess að manni finnist þau vera að apa eftir einhverjum eða reyna að hljóma gamaldags. Fyrsta platan þeirra, Black Mountain, var alveg fantagóð og þá sérstaklega dúndurlagið Don't Run Our Hearts Around sem er hreinlega epískt (jájá óþarfi að spara stóru orðin). Nú er ný plata væntanleg frá þeim í janúar og ég verð að viðurkenna að ég er ansi spennt. Platan kemur til með að heita In The Future og fyrsta lagið sem farið er að heyrast af henni lofar allavega góðu.

Black Mountain - Don't Run Our Hearts Around af Black Mountain
Black Mountain - Tyrant af In The Future

Black Mountain á MySpace

Monday, November 26, 2007

Dagalögin mín - Vignir

Afsakið seinleika listans míns, en ég var í prófi á föstudaginn.

Mánudagur:
Diableros - Push it to Monday
Diableros er mjög vanmetin hljómsveit sem alltof fáir vita af. Þeir gáfu út plötuna You Can't Break the Strings in Our Olympic Hearts í fyrra eða hittífyrra og ég heyrði af þessari hljómsveit hjá hr. Hjalta. Í laginu Push it to Monday er fjallað um eitt af mínum aðaláhugamálum: Að fresta hlutunum.

Þriðjudagur:
Gleðisveitin Partí - Þriðjudagskvöld
Það hafa verið samin mörg lög verið um föstudags- og laugardagskvöld en ekkert um þriðjudagskvöld.




Miðvikudagur:
John Frusciante - Wednesday's song
John Frusciante er best þekktur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chilli Peppers en fáir vita að hann er einn besti núlifandi gítarleikari þessar jarðar sem við sofum á. Ef þú vilt sjá ljóisð mæli ég með tónleikunum Live at Slane Castle. Enn færri vita þó að hann er búinn að eiga mikinn feril sem svefnherbergistónlistarmaður, hendandi saman lögum í heimastúdíóinu sínu.

Fimmtudagur:
David Bowie - Thursday's Child
Ég var að leita að einhverjum sniðugum lögum um fimmtudaga þegar ég allt í einu datt á þetta lag sem ég var alveg búinn að gleyma. Þetta lag er frá 1999 og sýnir að meistari Bowie getur þetta alveg. Ég læt myndbandið fylgja með sem mér þykir vera algjör snilld.


Föstudagur:
The Cure - Friday I'm in Love
Var eitthvað annað í boði?


Laugardagur:
Whigfield - Saturday Night
Hvað er gott lag? Er það lag sem að drífur alla á dansgólfið? Er það lag sem gefur manni ótrúlegt nostalgíukast? Er það lag sem saminn var sérstakur dans við þannig að allir geti litið út eins og hálfvitar á meðan?
Saturday Night svarar öllum þessum spurningum játandi. Er það þá gott lag? NEI!


Sunnudagur:
The Chemical Brothers - Where Do I Begin
Sunday morning
I'm waking up
Can't even focus on a coffee cup
Don't even matter who's bed I'm in
Where do I start?
Where do I begin?

Ultimate sunnudagsþynnkulagið. Lagið lýsir alveg hvernig manni líður eftir gott laugardagskvöld fullt af djammi og dansi(Saturday Night dansinum jafnvel?). Á svona sunnudögum langar manni bara að skríða upp í sófa og horfa á Formúluna eða Star Trek.

Friday, November 23, 2007

Árni - Dagalögin mín

Gestalistamaður vikunnar er íslenskufræðingurinn og kennarinn Árni en hann hefur upplifað fleiri daga en allir hinir toppfimm vinirnir.

Mánudagur
Casimir Pulaski´s day með Sufjan Stevens af Illinois
Fyrsti mánudagur í mars er nefndur Casimir Pulaski´s day til heiðurs Pulaski, föður hins bandaríska riddaraliðs.

Þriðjudagur
Love you on a Tuesday með Neutral milk hotel af Yoyo a gogo
Þriðjudagur er góður dagur til að elska...skrýtið hvað ég átti vont með að finna gott ástarlag um þriðjudag en Neutral reddaði þessu.

Miðvikudagur
miðvikudags með Björk af Medúllu
Smá metnaður að finna eitthvað íslenskt...“komd´út áháann dúdúdúdei...“ Jónas hefði klökknað.

Fimmtudagur
Má ég vera með þér með Dr. Gunna af Stóra Hvelli
Þetta var Ólsen Ólsen áttan mín ef ég myndi koksa á einhverjum degi og reyndar fyrsta lagið sem mér datt í hug eftir að Svenni hringdi í mig og bauð mér að gerast gestalistamaður.

Föstudagur
Good Friday með CocoRosie af La maison de mon rêve
Tvær systur, Coco og Rosie, sem eyddu æsku sinni í að ferðast með föður sínum, waldorf kennara, milli indíánaverndarsvæða og fóru svo að semja lög.

Laugardagur
(Looking for) The Heart of Saturday Night með Tom Waits af The Heart of Saturday Night
Ég var í vandræðum með laugardaginn en þetta kom allt í einu upp og sló út Yusuf Islam… sorrí mammi.

Sunnudagur
Sunday Mornin´ Comin´ down með Kris Kristofferson af einhverri safnplötu sem ég á...
Enginn virðist semja lög um sunnudagskvöld en nóg er af lögum um sunnudagsmorgna og þetta er eitt af þeim.

Topp 7 dagalög - Kristín Gróa

Sunnudagur: Finley Quaye - Sunday Shining

Ég fór í marga hringi með sunnudagslagið áður en ég endaði á þessu. Þetta er hið fullkomna sólskinsdagsroadtriplag og minnir mig alltaf á roadtripið sem við vinirnir fórum norður í Ásbyrgi í denn. Ég man mjög sterkt eftir því að þetta lag var í spilaranum þegar við lögðum bílnum við Jökulsárgljúfur og það var einmitt glampandi sólskin og blíða.

Mánudagur: Fats Domino - Blue Monday

Fats þylur upp þrautir vikunnar. Á mánudögum er þrældómur, þriðjudagar eru erfiðir því þreytan er sest í, á miðvikudögum er hann svo þreyttur að hann meikar ekki að hitta kærustuna, á fimmtudegi þarf að harka af sér og vinna, á föstudegi fær hann útborgað, á laugardegi er hann hamingjusamur og úthvíldur með fulla pyngju og kærustuna í fanginu og á sunnudegi líður honum ekki vel en það var þess virði því það var svo gaman á laugardegi. Hljómar kunnuglega... hefur ekkert breyst í öll þessi ár?

Þriðjudagur: Lynyrd Skynyrd - Tuesday's Gone


Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum sem ég heyrði fyrst í uppáhalds kvikmyndinni minni svo það er sjálfkjörið á listann.

Miðvikudagur: The Kamikaze Hearts - Ash Wednesday

Ég veit nú ekki mikið um þessa hljómsveit en ég veit að þetta lag er algjör killer. Ég veit ekkert hvernig stendur á því að ég á það en ég rak augun í það þegar ég fór að leita að miðvikudagslögum og það var nú meira lánið. Mæli með þessu.

Fimmtudagur: Asobi Seksu - Thursday

Þetta er ein af þessum hljómsveitum sem ég hef oft heyrt nefnda og hafði reyndar aðeins heyrt í en ekki hlustað markvisst á. Í örvæntingarfullri leit minni að fimmtudagslagi þá sló ég "thursday" inn á hypemachine og þetta dúkkaði upp. Það vildi síðan bara svo heppilega til að þetta er alveg frábært lag og ég hef verið að hlusta á það á repeat alla vikuna. Gaman að uppgötva nýtt!

Föstudagur: Jens Lekman - Friday Night At The Drive-In Bingo

Nú er ég mikill aðdáandi Jens Lekman en held svei mér þá að þetta lag af nýju plötunni sé meðal hans bestu. Ég heyrði það fyrst á tónleikunum hans á Reyfi í haust og það greip mig strax. Það er svo hresst og skemmtilegt :)

Laugardagur: Nick Drake - Saturday Sun

Þetta þykir mér eitt af fallegustu lögum Nick Drake og er alveg tilvalið til að hlusta á á letilegum laugardegi þegar maður nennir ekki út heldur kúrir sig upp í sófa með bók. Ahhhhhh....

Dagalög - Zvenni

Mánudagur
I Dont Like Mondays - The Boomtown Rats
(you tube tengill)

Sagan á bak við þetta lag heyrði ég að væri um stúlku í breskum skóla sem birtist einn morguninn í skólanum sínum með skotvopn og hleypti af á fjöldann. Þegar hún var spurð út í ástæðuna á bak við verknaðinn á hún að hafa svarað "I dont like mondays...".
Átti þetta lag á "Guitar Rock" safndisk sem ég keypti mér stuttu eftir fermingu, máski ekki mikið um gítar eða rokk í gangi en ágætis lag engu að síður.

Þriðjudagur
Þriðjudagskvöld - Gleðisveitin Partí
(you tube tengill)

Þriðjudagurinn með öllum sínum hasar, spennu og eftirvæntingu tjáður af Gleðisveitinni Partí.

Miðvikudagur
Wednesday Morning, 3 A.M. - Simon & Garfunkel
Fáir hafa rænt áfengisverslun á miðvikudegi á jafn ljúfan og innilegan hátt og Simon og Garfunkel.

Fimmtudagur
Townes Van Zandt - Like a Summer Thursday
Er nýbúinn að uppgötva kauða, einhvers konar köntrí/folk/kult gaur. Hefur tekið dúetta með ekki ómerkari fólki en Lyle Lovett og EmmyLou Harris. Ekki slæmt.

Föstudagur
Friday on My Mind - David Bowie
Afbragðs stuðlag til að koma sér í gírinn fyrir helgina í hressri útgáfu Bowies.

Laugardagur
The Ghosts Of Saturday Night (After Hours At Napoleone's Pizza House) - Tom Waits
Hvar hafa laugardagar lífs míns lit sínum glatað?
Kvöldið á enda og aðeins leifarnar eftir. Stundum á maður bara að fara heim eftir Dillon.

Sunnudagur
Sunday Morning Coming Down - Kris Kristofferson
Sunnudagsmorgunstilvistarkreppuþynnkusöngur. Þegar allt þetta slæma yfirtekur hugann.

On the Sunday morning sidewalk,
Wishing, Lord, that I was stoned.
'Cos there's something in a Sunday,
Makes a body feel alone.
And there's nothin' short of dyin',
Half as lonesome as the sound,
On the sleepin' city sidewalks:
Sunday mornin' comin' down.


Árni... hvað vorum við að pæla með að beila á honum í höllinni?

Thursday, November 22, 2007

La Blogothèque...




La Blogothèque er æðisgengið! Jájá, það er á frönsku og ég skil ekki allt en það er bara gaman - smá challenge. Hinsvegar er ég bara nýbúin að uppgötva að þar er að finna 'Concerts à emporter' eða take-away concerts! Veit ekki alveg hvernig þetta gat farið framhjá mér! Örstutt brot - örtónleikar með Beirut, Arcade Fire, Liars, Architecture in Helsinki, Final Fantasy, Benni Hemm Hemm og fleiri gæðahljómsveitum og -tónlistarmönnum! Eitt lag, tvö lög, jafnvel þrjú, tekin úti á götu, baksviðs, í lyftunni í Olympia í París o.s.frv. Hvern hefur annars ekki alltaf langað að sjá Arcade Fire troða sér öll inn í eina lyftu og taka Neon Bible? :)

Og eins frábærir og mér finnst take-away tónleikarnir bætti La Blogothèque um betur og gerði video með Beirut við öll lögin á The Flying Club Cup! Videoin eru hér...ég get ekki einu sinni gert upp við mig hvert þeirra er uppáhalds!

Sunset Rubdown


Ég held við getum verið sammála um að Spencer Krug sé duglegri en flestir tónlistarmenn. Hann er auðvitað þekktastur sem gaurinn með skrítnu röddina í Wolf Parade sem gáfu út plötu árið 2005 og eru að fara að gefa út plötu á næsta ári. Það er þó ekki nóg því hann er líka meðlimur í Swan Lake sem gáfu út plötu í fyrra, Frog Eyes sem gáfu út plötu á þessu ári og síðast en ekki síst Sunset Rubdown sem gáfu bæði út plötu í fyrra og núna í haust. Mér finnst ansi öflugt að pumpa út tveimur plötum að ári, hvað þá þegar þær eru hver annarri betri.

Sú hljómsveit sem mig langar að minnast á hérna er Sunset Rubdown sem var upphaflega hliðar-sólóverkefni Spencers en þróaðist svo út í að verða fjögurra manna hljómsveit. Þau gáfu út hina stórgóðu Shut Up I Am Dreaming í fyrra og eru tiltölulega nýbúin að gefa út Random Spirit Lover. Þá fyrrnefndu ofspilaði ég á sínum tíma og þá síðarnefndu var ég að fá í pósti frá Ameríku um daginn. Það er mikið af skemmtilegum pælingum á nýju plötunni og þó ég sé ekki alveg búin að gera upp hug minn þá gæti ég jafnvel trúað að hún sé enn betri en sú fyrri. Ég get allavega ekki mælt nægilega mikið með henni og hvet ykkur til að kaupa eintak.

Sunset Rubdown - Us Ones In Between af Shut Up I am Dreaming
Sunset Rubdown - The Taming Of The Hands That Came Back To Life af Random Spirit Lover

Tuesday, November 20, 2007

Kate Nash


Kate Nash er ung bresk stúlka sem gaf út plötuna Made Of Bricks í ágúst síðastliðnum. Henni hefur oft verið líkt við Lily Allen enda náði hún eyrum fólks í gegnum MySpace og syngur með mjög afgerandi London hreim en mér finnst þær í raun eiga fátt sameiginlegt tónlistarlega séð. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gefið plötunni hennar nægilegan séns og er kannski ekki alveg heilluð ennþá en get allavega mælt með lögunum Foundations og Merry Happy sem eru bæði alveg frábær.

Kate Nash - Foundations
Kate Nash - Merry Happy


Kate Nash í þætti Jools Holland

Monday, November 19, 2007

Næsti listi...

Næsta föstudag verður enginn topp fimm listi!

Þessa vikuna ætlum við nefnilega lista upp dagalög þar sem verður eitt sæti á listanum fyrir hvern dag vikunnar. Það verður því topp sjö listi í þetta sinn og hef ég trú á að það verði frekar erfiður listi því ef maður spáir í því þá hafa ekkert rosalega margir sungið lag um fimmtudaga. Hvers vegna í ósköpunum ekki?

Friday, November 16, 2007

Topp 5 lala lög - Kristín Gróa

5. Pixies - La La Love You

Mjög svo letilegt lala en töff þó.

4. America - Horse With No Name

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af America en get þó ekki neitað því að þetta lag er frekar gott þrátt fyrir að textinn sé hálfgert tað.

3. I'm From Barcelona - We're From Barcelona

Nananana sem kemur öllum í gott skap.

2. Nick Cave & The Bad Seeds feat. PJ Harvey - Henry Lee

Ótrúlega flott og tregafull lalalalalí.

1. The Beatles - Hey Jude

Þetta er nú ekki uppáhalds Bítlalagið mitt en þetta hlýtur að vera epískasta nananana ever.

lallalög - zvenni

Brúðkaupsvísur - Þursaflokkurinn
Lara lalla lara lara la, lara lalla lara la la...

(if Paradise is) Half as Nice - Amen Corner
Lalla lalla lalla lalla lalla lalla lalla la,
lala la la la, la la la la la...


The Curse of Milhaven - Nick Cave
la la la la,
a la la la læ...


David Watts - Kinks
Faffa faffa fa fa fa fa...

La La La Lies - The Who
lallallallallalla lies...

Thursday, November 15, 2007

Sjallala... og trallala...

Topp-fimm-glasto-fólkið mitt, muniði eftir þessu?
Þessi klippa er reyndar án klúðursins þegar að hljóðið datt út og hann þurfti að byrja upp á nýtt... en það er nú bara betra!



Þetta var svo flott.

Wednesday, November 14, 2007

Næsti listi...

Hér til hliðar segir að næsti listi eigi að vera lala lög og þar sem við höfum ýtt því til hliðar í nokkrar vikur þá er kominn tími til að takast á við þetta. Það má lalla, tralla, sjúbbídúa og sjalalalla á einn hátt eða annan enda gerir það hlutina bara skemmtilegri. Þessi listi hlýtur að vera auðveldur fyrir mig því ég er svo glöð að vera sloppin úr Rússlandsprísundinni að ég geng trallandi um þessa dagana...

Tuesday, November 13, 2007

Topp 5 lög til að gera etnógrafíu við - Vignir

Garg! Ég bókstaflega gleymdi að setja þennan lista inn þó hann væri tilbúinn

5. Bloc Party - Waiting for the 7:18
Stúdía á ferðavenjum Breta og hvernig atferli þeirra er. Einnig er bent á í þessari rannsókn þrá breska karlmanna til að lifa lifnaðarhætti eins og safnarar og veiðimenn
Spend all your spare time trying to escape
With crosswords and the Sudoku
If I could do it all again I'd make more mistakes
Not be so scared of falling,
If I could do it again, I would climb more trees
I'd pick and I'd eat more wild blackberries

4. Daft Punk - Around the World
Frönsku vísindamennirnir við Daft Punk háskóla gerðu hér mikilvæga stúdíu sem notaði gögn víðsvegar um heiminn.

3. The Velvet Underground - Venus in Furs
Vísindamaðurinn Lou Reed gerði þessa rannsókn í samstarfi við Velvet Underground rannsóknarhópinn. Skoðað var uppbygging svokallaðra bondage klúbba í New York og tengsl meðlima þeirra.

2. Iron Maiden - Run to the Hills
Iron Maiden skoða hér áhrif aðflutning evrópskra innflytjenda á innfædda íbúa Norður-Ameríku.

1. Depeche Mode - People are People
Dr. Martin Gore birtir hér niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni í mannfræði og kemst að hinum einfalda sannleika: Fólk er fólk!

Friday, November 9, 2007

Topp 5 lög til að skrifa etnógrafíu við - Kristín Gróa

Nú hef ég aldrei skrifað etnógrafíu og þó ég þekki ónefndan mastersnema í mannfræði náið þá er ég hrædd um að listinn minn sé fullur af ályktunum um mannfræðinga sem byggðar eru á vanþekkingu og ályktunum. Here goes...

5. Toto - Africa

Dettur ekki öllum í hug frumstæðir ættbálkar í Afríku þegar þeir heyra orðin "mannfræðingur" og "etnógrafía"? Þetta hlýtur þá að smellpassa inn í þá stereótýpu.

4. Fela Kuti - Confusion

Svo við höldum okkur við Afríkuþemað þá er ekki úr vegi að hlusta á smá african beat þegar verið er að skrifa etnógrafíu. Þetta er líka svona að mestu leyti instrumental og það litla sem er sungið er á ókunnu tungumáli svo það er hægt að einbeita sér að etnógrafíunni án teljandi truflana.

3. Pulp - Common People

Hresst lag um ríka stelpu sem vildi stúdera fátæka fólkið og búa eins og það. Er það ekki dálítið eins og að fara í frumskóginn og búa meðal frumbyggjanna? Ég veit reyndar um einn mannfræðing sem myndi heldur vilja sjá þetta lag hér í flutningi ákveðinnar Star Trek hetju en það er nú annað mál ;)

2. Björk - Human Behaviour

If you ever get close to a human... and human behaviour...

Nafnið og textinn segja auðvitað allt sem segja þarf.

1. Nick Cave & The Bad Seeds - People Ain't No Good


Lag fyrir mannfræðinginn sem er búinn að stúdera mannkynið og hefur því miður bara komist að þeirri niðurstöðu að fólk er bara handónýtt. Ég þekki bara einn mann sem leggur það í vana sinn að skrifa etnógrafíur og hann er líklegri til að spila Nick Cave en flest annað svo ég held að þetta verði bara að vera topplagið mitt að þessu sinni :)

Lög til að skrifa etnógrafíu við - Zvenni

Við undirbúning, gagnaöflun, vettvangsvinnu og skrif á mannfræðilegri etnógrafíu er margt sem þarf að hafa í huga.

Indiana Jones lagið - John Williams
Í Bandaríkjunum er fornleifafræði undirgrein af mannfræði svo tæknilega séð er Indiana Jones mannfræðingur.

The Seeker - The Who
I've looked under chairs
I've looked under tables
I've tried to find the key
To fifty million fables


Mannfræðingurinn er alltaf í leit að þekkingu á hegðun mannverunnar.
Hvað er sameiginlegt með mismunandi samfélögum og samfélagshópum? Hvað er ekki sameigilegt? Af hverju? o.s.frv.

Where Everybody Knows Your Name - Gary Portnoy and Judy Hart Angelo

Mannfræðingurinn getur verið svo árum skiptir á vettvangnum en það er ekki fyrr en hann er orðinn einn af hinum innfæddu eða "heimalingur" sem hann hefur tækifæri til að túlka menningu þeirra af einhverju viti.

Knowing Me Knowing You - Evan Dando
Við rannsókn á öðrum felst einnig mikil sjálfskoðun og framandi samfélög útskýra margt í okkar eigin samfélagi. Oftar en ekki er hægt að koma auga á fjölda atriða sem eru sameiginleg. Með því að þekkja sjálfan sig og aðra (aha) og bera saman safnast pússlin upp og ný þekking verður til.

Us And Them - Pink Floyd
Us, and them
And after all were only ordinary men.
Black and blue
And who knows which is which and who is who.


Við og hinir, mannfræðingurinn og viðfangsefnin, FH og Haukar, Íslendingar og Danir, meirihluti og minnihlutahópar... gryfja sem mannfræðingurinn þarf alltaf að vera meðvitaður um. Flestir hópar finna leið til að aðgreina sig frá öðrum, hvort sem það er vegna samkeppni, staðsetningu, útliti, skoðunum eða öðru.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman mannleg hegðun sem hefur þróast með umhverfi sínu og komið upp sínum formlegu og óformlegu reglum, boðum og bönnum. Með því að skoða mannlífið í sínum ýmsu myndum komumst við örlítið nær því að skilja okkur sjálf, uppruna okkar, hvað mótar einstaklinga og samfélög og fá svör við mörgum af þeim spurningum sem brunnið hafa heitast á mannskepnunni í gegn um tíðina.

Friday, November 2, 2007

lög til að hjúkra við - zvenni

Be Healthy - Dead Prez
Grænu rappararnir í Dead Prez eru með þetta á hreinu, hollt og gott matarræði í bland við virðingu fyrir líkama sínum er undirstaða heilbrigðs lífernis (tja máski ekki þetta með ganjað en allt hitt...).

I don't eat no meat, no dairy, no sweets
only ripe vegetables, fresh fruit and whole wheat
I'm from the old school, my household smell like soul food, bro
curried falafel, barbecued tofu
no fish though, no candy bars, no cigarettes
only ganja and fresh-squeezed juice from oranges
exercising daily to stay healthy
and I rarely drink water out the tap, cause it's filthy


The Way I Feel Inside - The Zombies
Hvort sem það er bágt í hjartanu eða öðrum innyflum þá segðu hjúkrunarfræðingnum frá því... það er alltaf betra.

I Feel Good - James Brown
Jákvætt viðhorf hjálpar alltaf til

She´s a Healer - Neil Young
Hvort sem það er með pillu, sprautu, stíl eða spjalli þá er hjúkrunarfræðingurinn að reyna að gera þig heila/nn á ný.

Nursie - Jethro Tull
Heimurinn væri kaldari án hjúkrunarfræðinga.

Tip-toes in silence `round my bed
and quiets the raindrops overhead.
With her everlasting smile
She still my fever for a while.
Oh, nursie dear,
I'm glad you're here
to brush away my pain.

Topp 5 lög til að hjúkka við - Krissa

5. Fujiya & Miyagi - Collarbone
Ef maður gleymir anatómíunni og hvaða bein tengjast o.s.frv. þá er þetta náttúrulega lagið! Svo er það líka hresst og skemmtilegt og það er gaman að syngja með því þannig að vinnudagurinn ætti að virka mun styttri með það á. Ankle Injuries kemur reyndar líka sterkt inn :)

4. Marvin Gaye - Sexual Heeling
Fyrir pínu 'öðruvísi' hjúkrun ;P

3. Feist - Mushaboom
Því Mushaboom er feelgood lag og það er essential í hjúkrunarstarfi!

2. Monty Python - Always Look on the Bright Side of Life
"If life seems jolly rotten
There's something you've forgotten
And that's to laugh and smile and dance and sing.
When you're feeling in the dumps
Don't be silly chumps
Just purse your lips and whistle - that's the thing."
Jákvæðni er náttúrulega mikilvæg til að ná bata (og til að vinna sem hjúkka) og þetta lag hlýtur að vera best til að koma manni í rétta hugarfarið!

1. Julie Andrews - A Spoonful of Sugar
"A Spoonful of sugar helps the medicine go down
The medicine go down-wown
The medicine go down
Just a spoonful of sugar helps the medicine go down
In a most delightful way"
Er til fullkomnara lag til að hjúkka við? Ég mælist til þess að Erla Þóra og Brynja noti þetta ALLTAF á sjúklingana sína - young and old :)

Topp 5 lög til að hjúkra við - Vignir

5. Placebo - Haemoglobin
Haemoglobin is the key
to a healthy heartbeat

Það er fínt að vera með Placebo í eyrunum ef maður er að vinna á hjartadeildinni.

4. Michael Jackson - Heal the World
Heal The World
Make It A Better Place
For You And For Me
And The Entire Human Race
Míkjáll kemur manni í rétta skapið til að hjúkra öðru fólki.

3. Marvin Gaye - Sexual Healing
Marvin er hér að tala um svokallað "Alternative Medicine" eða "óhefðbundnar lækningar" en maður verður einmitt að passa sig að festast ekki í vestrænum hugsanagangi þegar maður
er að hjúkra fólki. Nálastungur, heitir steinar, punktanudd og heitir ástarleikir geta alveg virkað jafnvel og kemísk lyf.

2. A Perfect Circle - The Nurse Who Loved Me
I'm taking her home with me all dressed in white
She's got everything I need, pharmacy keys
She's falling hard for me I can see it in her eyes
She acts just like a nurse with all the other guys

1. Fujiya & Miyagi - Collarbone
Toe bone connected to the ankle bone

ankle bone connected to the shin bone
shin bone connected to the knee bone
knee bone connected to the thigh bone
thigh bone connected to the hip bone
hip bone connected to the back bone
back bone connected to the collarbone
collarbone connected to the neck bone
neck bone connected to the head bone


Fujiya og Miyagi kenna okkur hvernig beinin tengjast frá höfði til táar. Gott að muna það þegar maður er að hjúkra fólki.

Topp 5 lög til að hjúkra við - Brynja (gestalisti)

Brynja Steinunn Gunnarsdóttir er með gestalistann að þessu sinni. Hún er ekki bara meðleigjandi minn hér á Akureyri heldur líka bekkjarsystir mín hér á 2.árinu í hjúkrunarfræðinni í HA. Svo bjuggum við líka í London á sama tíma en það var einmitt þar sem ég sannfærði hana um að fara í hjúkrunarfræðina ári fyrr en hún hafði planað svo hún gæti búið með mér. Lucky her! :) Hér kemur hennar listi....

5. Heartbeats- Jose Gonzalez og The Knife
Þetta er mesta „feel good“ lagið sem ég veit um. Það er svo gott að hlusta á heartbeats t.d heima í rólegheitum, í partíi, í strætó, á heilbrigðisstofnunum....bara EVERYWHERE. Þetta hefur verið eitt af uppáhaldslögunum mínum í langan tíma og langaði mér bara deila því með ykkur. Sem verðandi hjúkrunarfræðingur segi ég að allir sem vilja koma heilsunni í lag, bæði líkamlega og andlega, þeir eiga að hlusta á heartbeats.

4. Erotic city - Prince
Þetta er svooo skemmtilegt lag, að ég ætla að reyna finna það, download-a og svo bara blasta í næsta hjúkkupartíi. Sem verðandi hjúkka þá segi ég að það getur verið mjög góð hreyfing að hrista rassinn yfir Prince!!

3. Collarbone - Fujiya & Miyagi
Mjög gott lag, sem fangar athygli manns því textinn er mjög skemmtilegur. Þetta lag fékk að hljóma ósjaldan þegar við brilleruðum í gegnum klásus...good times.....Sem verðandi hjúkka þá segi ég að allir sem vilja kunna anatómíuna sína verða að hlusta á þetta lag.

2. Sexual healing- Marvin Gaye
Maður verður að hafa smá sexual healing ef teljast skal góður hjúkrunarfræðingur. Var að horfa á myndbandið á youtube og þar fór Mr. Marvin í sleik við eina hjúkkuna...það er ein leið til að láta sér batna.....Þannig að sem verðandi hjúkrunarfræðingur þá segi ég að allir hafa gott af smá sexual healing.

1. Everything comes down to poo - Scrubs
Við sambýlingarnir vorum að borða kvöldmat eitt kvöldið, rosa góður og fágaður matur, vorum með kertaljós, bara svona eins og venjulega;) Og svo var tölvan auðvitað upp á borði og dinnerþátturinn að þessu sinni var scrubs. Það lá við að við köfnuðum á fágaða matnum því við hlógum svo mikið, þurftum að taka okkur pásu frá borðhaldi til að horfa á þáttinn. Sem verðandi hjúkka þá segi ég að maður á ekki að borða og hlægja sig máttlausa á sama tíma-it could be dangerous!! "Our number 1 test is your number 2"

Topp 5 lög til að hjúkra við - Erla Þóra

Alrighty... topp 5 lög til að hjúkkast við! Reyndar verður nú að segjast að maður hjúkrar nú nánast aldrei við tónlist ;) En minn listi samanstendur bara af lögum sem ég tengi við hjúkrunina. Here it goes...

5. Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt siglir fleyið mitt
Það var alltaf verið að spila Óskalög Sjómanna á einni deild sem ég var að vinna á þannig að ég tengi allann þann disk við vinnuna mína. But in a very good way :)

4. Heal the world - Michael Jackson
Já ok, liggur þetta ekki bara beinast við? :D Ég ætla náttúrulega að bæta heiminn með mínum störfum! Ég er þó það raunsæ að ég býst ekki við því að ná að lækna heiminn í heild sinni eins og vinur minn Hr. Jackson er að tala um.



3. Fujiya & Miyagi - Collarbone
Þetta er náttúrulega bara of sniðugt lag. Við ræddum það mikið þegar við vorum að læra anatómíuna í klásusnum hvað það væri sniðugt ef þetta lag hefði latneskann texta! Og af hverju það væri ekki bara hægt að búa til lög um allt í líkamanum. Mundi gera það so much easier að muna ;)



2. Everything comes down to poo - Scrubs
Í klásus sátum ég og Brynja og gerðum ekkert nema að læra... ooog horfa á smá Scrubs inn á milli :) Þátturinn sem þetta lag er í, Scrubs - The Musical, er svo bráðfyndinn að við hreinlega vældum úr hlátri. Hvernig getur einhver horft á þetta og ekki viljað fara að vinna í heilbrigðisgeiranum!? hahaha ;) Mana ykkur til að horfa á þessa klippu... og hlusta vel! "Cause the answer's not in your head my dear... it's in your butt".



1. Coldplay - Fix you
Ég mun reyna að "fixa" eins marga og ég get þegar ég útskrifast ;) En svona all jokes aside þá er þetta bara svo ótrúlega fallegt lag, fæ hroll í hvert skipti sem ég heyri það. Svo dettur mér líka alltaf Miss Krissa Big Sys í hug þegar ég heyri það, sem er gott. Ekki það að það þurfi eitthvað að hjúkra henni neitt sérstaklega! ;)