Þetta var einn af mínum uppáhalds listum þar sem að ég er mikill kvikmyndaaðdáandi. Ég er samt svo viss um að ég sé að gleyma einhverju rosalegu á listanum mínum að ég er pínu smeykur við að setja þetta inn, but here goes...
5. Gary Jules - Mad World (Donnie Darko)
Gullfallegt cover Gary Jules af gamla Tears for Fears laginu. Þetta lag er notað í endann á myndinni þegar allir karakterar myndarinnar vakna af vondum draumi(eða hvað?). Lagið setur rosa flottan punkt yfir i-ið.
4. Stealers Wheel (Reservoir Dogs)
"Look Kid! I'm not gonna bullshit you, OK! I don't really give a good fuck what you know and don't know. I'm gonna torture you anyway."
Mr. White er alveg fullkominn sadisti í þessu atriði og leikur sér að því að gera seinustu mínútur löggunnar þær verstu sem hann gæti ímyndað sér. Hápunkturinn er samt þó þegar hann setur þetta ofurhressa lag á og byrjar að dansa áður en hann fer að skera og skera.
Það væri hægt að fylla þennan lista alfarið með atriðum úr myndum Tarantinos en ég ákvað að smella þessu inn út af því að það gleymist stundum.
3. Elton John - Tiny Dancer (Almost Famous)
Eitt af þessum mómentum sem er mjög erfitt að ná á filmu. Hérna er sýnt fram á hvað tónlist getur verið ótrúlega sterkt tilfinningatól og getur tengt okkur saman. Lagið minnir alla á af hverju þeir eru að þessu, af hverju þeir eru að hanga í þessari rútu og með hvorum öðrum. Tónlistin og ástin á henni heldur þeim gangandi. Endalínan er síðan alveg frábær:
"I need to go home!"
"You are home!"
2. Zero 7 - In the Waiting Line (Garden State)
Frábært dæmi um notkun tónlistar til að setja "mood" í atriðið. Hérna eru allir út úr reyktir og á ýmsu eiturlyfjadópi. Til að sýna fram á ástand söguhetjunnar er notast við slow og fast motion og ótrúlega góða klippingu. Svo er lagið notað til að setja enn meiri áherslu á þessar snöggu breytingar. Hægt lagið passar vel við hægu hreyfingarnar en illa við þær hröðu og setur alveg ótrúlega flottan dáleiðandi blæ yfir allt saman.
Annars þá mætti líka benda á að það væri hægt að gera þennan lista eingöngu með lögum úr Garden State. Bæði Shins lögin, Let Go með Frou Frou og mörg fleiri lög gera þessa mynd og atriðin sem þau eru í enn sterkari fyrir vikið.
1. The Pixies - Where Is my Mind (Fight Club)
Fight Club er uppáhalds bíómyndin. Punktur. Ég hef horft á þessa mynd svo endalaust oft og get alltaf fengið nýjar hugmyndir úr henni, séð nýjar hliðar, fundið nýja brandara og misst mig yfir tæknilegu vinnslunni. Endirinn á þessari mynd er síðan alveg ótrúlegur og ef þú hefur ekki séð myndina þá skaltu hætta að lesa núna og fara og finna hana og horfa á.
Eftir að lærlingurinn hefur lært allt af meistaranum og klárað kennslustundina með því að drepa hann hefur hann loksins öðlast eigið líf. Þetta mikla sálarstríð endar svo á sameiningunni með einu sönnu ástinni og svo bestu endalínu á bíómynd sem ég veit: "You met me at a very strange time in my life". Svo byrjar Pixies lagið sem er svo einmitt það sem vantaði þarna. Fullkomnun!
Honorable mentions:
Proppelerheads - Spybreak (The Matrix) - Common! Þetta var heví svalt þangað til að þetta var notað alls staðar, sérstaklega í öllu íslensku sjónvarpsefni!
Kenny Rogers Just Dropped In (To See What Condition My Condition Was In) (Big Lebowski)
Aimee Mann - Wise Up (Magnolia)
Queen - Don't Stop Me Now (Shaun of the Dead)
Friday, July 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Stórgóður listi!
Besta notkunin á soundtrackinu í The Matrix var í lokin þegar Neo dúndrar símanum á hook-ið og alveg on-queue byrjar Wake-up með Rage Against the Machine.
Dúndur
Post a Comment