5. Head Over Heels - úr Donnie Darko (með Tears For Fears)
Flott sena sem byrjar er Donnie og félagar skoppa út úr skólabílnum. Það er búið að gefa í skyn að þeir hafi verið að fá sér í haus og myndavélin er á hlið en snýst strax við. Það er haldið rykkjótt inn í skólann og um leið eru helstu persónur myndarinnar kynntar.
4. Píanólagið í Goodfellas
Heyrði þetta lag í Goodfellas þegar ég var táningur og fannst alveg brilljant en vissi ekki hvaða lag þetta væri. Í langan tíma pældum vð Krissi bróðir í uppruna þess en án árangurs, Krissi keypti meira að segja disk með Donovan því hann var svo viss um að lagið væri á honum. En svo var ekki. Vorum svo alltaf að heyra það á Gullinu og af einhverri fáránlegri ástæðu kom það í hvert skipti beint á eftir Layla með Derek and the Dominos og var aldrei kynnt með nafni. Það var ekki fyrr en löngu seinna er ég heyrði Layla á disk að ég áttaði mig á því að "Píanólagið" sem við höfðum leitað að svo lengi væri í raun bara seinniparturinn af Layla. Soldið fúll en samt ánægður að vita loksins hvaða lag þetta væri.
Alla veganna, áhrifarík sena þegar líkin eru að finnast eftir hreinsunina í genginu í seinni hluta myndarinnar. Lagið byrjar en verður svo meira í bakgrunninum og Ray Liotta talar yfir og passar afar vel saman.
3. Search and Destroy úr Life Aquatic (The Stooges)
Bill Murray í stuði.
2. Wise Up með Aimee Mann úr Magnolia
Lagið byrjar er allt er komið í fokk í öllum sögunum. Allir eru daprir og einir og túlka það með því að syngja línu úr laginu með Aimee Mann.
1. Dánarfregnir og jarðarfarir með Sigur Rós úr Englum Alheimsins
Lag og mynd gera saman áhrifaríkan endi.
Gott, dramatískt og afar íslenskt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Vá hvað ég gleymdi Dánarfregnum og jarðarförum! Það er alveg ótrúlega flott atriði. Þegar lagið byrjar fyrir alvöru og klippt er á skotið þar sem myndavélin fylgir Ingvari E. eftir og tekið er svona upp undir hann og blokkin alræmda sést í bakgrunni er einn af hápunktum íslenskrar kvikmyndagerðar!
Post a Comment