Friday, July 13, 2007

Topp 5 Covers - Vignir

Þetta er nú einn mest spennandi listinn held ég bara og er búinn að vera lengi í gerjun. Here goes...

5. The Futureheads - Hounds of Love
Sunderland strákarnir taka klassískt Kate Bush lag upp á sína arma og gera að sínu eigin. Dramatíkin í upphaflegu helst vel í coverinu en hressleikinn er mun meiri og hann, ásamt rödduninni, gerir þetta lag bara mun betra en hið upphaflega.

4. Johnny Cash - Hurt
Johnny Cash tók hér fyrir gamalt Nine Inch Nails lag og gerði það sem öll bestu cover lögin gera. Í fyrsta lagi gerði hann það sama og Gilby Clarke sagði alltaf í Rockstar: "He made it his own!". Nei andskotinn! Ég hélt að setningin hérna á undan væri sniðug en nei! Maður talar ekki um Johnny Cash og Gilby Clarke í sömu svipan. En allavega...

Johnny tók þetta lag og með útsetningu sinni breytti hann öllum áherslum í textanum. Það sem var áður sorgarsöngur manns sem var svo self-destructive að hann ýtti öllum frá sér varð núna að söngi gamals manns sem lítur yfir farinn veg og er ekki alveg viss með það sem hann sér. Breytingin á þessum línum í báðum útgáfum er t.d. ótrúlega mikil:
what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end

Svo mana ég þig að reyna að horfa á vídjóið og fá ekki gæsahúð!

3. Jimi Hendrix - All Along the Watchtower
Þetta lag kemur oft inn í hausinn á mér þegar maður heyrir orðið cover. Frábært lag tekið og fundin ný hlið á því, nýtt sánd fundið og allt gert af ótrúlegri fagmennsku og virðingu. Þessi útgáfa hefur eignast eigið líf. Ég minni bara á frábæra notkun þess í endanum á Fear and Lothing in Las Vegas. Bara ef þeir hefðu mátt nota þessa útgáfu í Battlestar: Galactica. :)

2. Failure - Enjoy the Silence
Þetta lag fær þennan stað vegna gífurlegra tilfinningalegra tengsla. Þegar ég heyri þetta lag er ég bara kominn aftur á rúntinn með öllum bestu vinunum mínum í Kvennó og lífið er einfalt.
Svo er þetta líka bara þrusugott cover, trommurnar sem skipta úr fyrsta erindi yfir í viðlagið er alveg þrususvalt. Svo er líka bara ótrúlega mikill töffaraskapur að hafa melódíuna í hávegi og vera ekkert að syngja ofan á hana. Mér var seinna sagt að Failure væri band sem maður ætti að grafa upp og hlusta á en ég hef aldrei gert neitt í því, ennþá...

1. Tool - No Quarter
Það þarf í raun frekar stór cojones til að covera Led Zeppelin því þá ertu að biðja um nöldur og leiðindi frá gaurum í svörtum bolum með sítt hár. Tool hefur hins vegar alltaf verið sama um hvað fólki finnst um þá og þora alveg að kýla á það.

Þeir byrja á því að taka Led Zeppelin lag sem ekki allir kannast við. No Quarter er firnasterkt lag af Houses of the Holy. Drungalegt lag sem vekur upp þessa hetjurokksstemningu sem textar Roberts Plant sköpuðu, allt voðalega Tolkien-að.
Tool taka lagið og gera einfaldlega allt betur í því og færa það úr sjö mínútna lengd í næstum 12 mínútna langa epíska för. Hljómborðinu er hent út og sett í hendur gítarleikarans. Bassaleikurinn leikur sér með lagið og Maynard syngur með flottari effektum en Plant og tekur allan kjánaskap úr línum eins og "The winds of Thor are blowing cold". Svo má nú ekki gleyma að minnast á Danny Carey. Besti trommuleikari dagsins í dag tekur hérna við af einum besta, ef ekki besta, trommuleikara allra tíma og nær alveg upp í hans hæðir, ef ekki hærra. Seinni helmingurinn á laginu, sem er eiginlega allur í eigu Tool og setur glæsilegan endapunkt á lagið. Besta cover í heimi!

3 comments:

Anonymous said...

Fínn listi. Annars er eitt cover sem mér hefur alltaf fundist alveg mergjað, en það er þegar PJ Harvey og Björk taka Satisfaction saman í mjög hrárri og breyttri útgáfu: http://www.youtube.com/watch?v=dV4t1rZEYnA

Svo fannst mér reyndar líka vanta "Land of Confusion" með In Flames, en það er kannski ekki nógu indie ;)

Vignir Hafsteinsson said...

Mjög rétt! Þetta cover er alveg geggjað!

Unknown said...

All along the Watchtower er laaaangbesta cover allra tíma - með Hallelújah nr 2, langt fyrir aftan