Friday, October 5, 2007

Topp 5 upphafstrommur - Krissa

5. Dungen - Panda
Ég hef nú ekkert hlustað mikið á Dungen. Ég man að e-r skrifaði Ta Det Lungt fyrir mig rétt eftir að hann kom út og gaf mér og ég hlustaði rosa mikið á eitt eða tvö lög en féll aldrei neitt sérstaklega fyrir pötunni í heild sinni. Hinsvegar verður það ekki tekið af Gustav Ejstes að trommurnar í byrjun Panda eru æði! :)

4. The Knack - My Sharona
Alltaf þegar ég heyri þetta langar mig að taka dansinn úr Reality Bites...ég er alltaf að reyna að plata fólk í svoleiðis vitleysu í 10-11 á nóttunni en það er aldrei neinn til í það. Ég skil ekkert afhverju...kannski vantar bara eitt stk Ethan Hawke til að koma hlutunum af stað...?

3. Wolf Parade - You Are a Runner And I Am My Father's Son
Þetta lag þetta lag þessi hljómsveit! Um leið og maður heyrir barið í trommurnar byrjar maður að taka eftir. Svo fer maður svona að boppa hausnum pínu með. Svo fer að verða erfitt að halda sér í sætinu. Einfalt, áhrifaríkt og flott. Fullkomin byrjun á einu besta lagi frábærrar plötu!

2. Battles - Race In
Fyrst var Atlas í brjáluðu uppáhaldi hjá mér og ég hlustaði eiginlega bara á það á repeat. Þegar ég fór svo að hlusta á plötuna í gegn fattaði ég þetta lag. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að sitja kyrr þegar þetta byrjar og trommurnar eru svo mikið build up að einhverju að maður bíður í eftirvæntingu eftir hvað kemur næst. Yndi!

1.The Beatles - Tomorrow Never Knows
Þetta er bara uppáhalds uppáhalds uppáhalds! Það er svo fáranlega flott þegar trommurnar byrja! Jebus minn!

Honourable mention vikunnar fær svo Sigur Rós fyrir bæði Sæglópur og Hoppípolla! Fannst ég eiginlega ekki geta sett þau á listann því í báðum lögum koma trommurnar ekki inn fyrr en í miðju lagi og ég veit ekki alveg með að kalla það 'upphafstrommur'. En þegar þær koma, 'byrjunin á trommununum'...úff!!!

4 comments:

Erla Þóra said...

Ég dansa með þér næst ;)
Seinast var ég nú bara að drepast í fótunum (sbr. myndin af mér í fínu fötunum og adidas skónum í 10-11 eftir afmælið okkar) ;)

Vignir Hafsteinsson said...

Djöfulli er ég ánægður með að vera að giftast stelpu sem setur Race:In á listann sinn

Krissa said...

Ahhh...eftir næsta afmæli dönsum við í 10-11...it's a deal, it's a steal...you know ;)

Annars er Race:In bara svo frááábært lag! Vantar ekki svona lag fyrir fyrsta dansinn eða e-ð? ;P

Erla Þóra said...

Þetta lag verður kláááárlega að vera fyrsti dansinn ykkar ;)