Friday, July 11, 2008
CSS
Ofurhressu pallíettuspandexklæddu brasilísku krakkarnir í CSS eru að fara að gefa út plötu númer tvö seinna í mánuðinum. Hún mun heita Donkey og ég er búin að bíða frekar spennt eftir henni enda fannst mér fyrri platan alveg æðisleg. Við fyrstu hlustun finnst mér Move augljósi smellurinn á nýju plötunni enda ótrúlega smitandi lag þar á ferð. Það er í alvöru ekki hægt að sitja kyrr þegar það í gangi. Það er samt léttvægara en maður á að venjast því það er ekki sama edgeið og í Alala eða Let's Make Love And Listen To Death From Above heldur er þetta meira svona hressandi popplag. Hei en ég er öll fylgjandi hressandi popplögum svo ég dansa bara með bros á vör.
CSS - Move
CSS - Rat Is Dead (Rage)
CSS á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment