Tuesday, July 8, 2008

hróa lokið...

Hróarskelda 2008 hefur gengið sinn garð og tókst afar vel að mati undirritaðs. Upp úr stóðu gamlingjarnir Neil Young (Kristín Gróa tekur hann eflaust fyrir áður en lang um líður) og Grindermanngaurarnir. Einnig voru Kings of Leon, Radiohead, Bob Hund, José González, Battles, Bonnie Prince Billy, Band of Horses, Catpower og MGMT afar hress.

Grái fiðringurinn ræður ríkjum hjá Grindermanninum sem tæklar hann á afbragðs máta, safnar hári og skeggi þrátt fyrir að sprettan fari minnkandi með árunum og suddast og klæmist í bandi. Greddan og orkan á sviðinu var mikil og Cave og Ellis hristu skanka og mjaðmir í takt við fiðlu- og gítarmisþyrmingar sínar undir stöðugum ruþmatakti félaga sinna. Flest ef ekki öll lög sveitarinnar voru tekin og þegar þau voru búinn tilkynnti Cave að þeir ættu ekki meiri lög og tóku Tupelo sem lokalag sem var mikill bónus fyrir Bad Seeds aðdáendur.

Fann eina klippu af tónleikunum, ekki sóðalegasta eða harðasta lag kvöldsins en nær að fanga stemmninguna.

Grinderman - Grinderman

No comments: