Thursday, July 24, 2008
Woodhands
Montréalska hljómsveitin Woodhands gaf út plötuna Heart Attack í vor án þess að ég tæki eftir því eða vissi yfirhöfuð af tilveru sveitarinnar. Þetta er fyrsta platan þeirra og samanstendur af nokkuð frambærilegum elektrórokklögum. Ég er ekkert lömuð af hrifningu en ég veit ekki alveg hvort það er af því þessi tegund af tónlist þarf að vera virkilega góð til að kveikja í mér eða af því að hún er ekki nógu góð til að kveikja almennilega í neinum. Sagan segir að þeir séu dýnamít live en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þó ég virki kannski pínuponsu neikvæð gagnvart þeim þá verð ég samt að segja að lagið Be Back Soon er ferlega skemmtilegt og ég mæli með að þið hlustið á það. Plötufyrirtækið þeirra lýsir svo laginu I Wasn't Made For Fighting sem "club anthem" og þó ég viti ekki hvort sú yfirlýsing sé byggð á staðreynd eða óskhyggju þá get ég alveg gúdderað að það sé ágætislag. Ég myndi samt ekki vilja vera á skemmtistað þar sem svoleiðis lag er spilað eða nokkrir club anthems yfirhöfuð svo kannski er ég alls ekki hæf um að dæma þetta. Dæmið bara sjálf.
Woodhands - Be Back Soon
Woodhands - I Wasn't Made For Fighting
Woodhands á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment