Tuesday, July 15, 2008

Mix it up (Robin S, Lykke Li & Health)

Diskó-Óli er endalaus uppspretta diskógleði og á föstudaginn sendi hann mér mix af gömlum smelli sem fær mig bæði til að dansa hamslaust og fá nostalgíuhroll. Var 90's tónlist ekkert svo slæm eftir allt saman? Ég er orðin ringluð.

Mobin Masters Feat. Robin S. - Show Me Love (Safari Mix)

Sænska krúttið Lykke Li er með frekar óþolandi feik krútturödd en ef maður leiðir það hjá sér þá eru lögin hennar ansi frambærileg og þegar CSS taka sig svo til og mixa lag eftir hana þá er von á góðu.

Lykke Li - Little Bit (CSS Remix)

Ég keypti Health remix plötuna Health//Disco á dögunum og mér finnst hún hressandi. Það hljóta allir að hafa heyrt Crystal Castles remixið af Crimewave því það hefur birst á öllum músíkbloggum veraldarinnar svo við látum það vera en tökum þennan gullmola í staðinn.

Health - Triceratops (Acid Girls Remix B)

No comments: