Ég pæli ekki alltaf í því hvort mér þyki plötuumslög falleg eða ljót en óneitanlega fanga sum augað frekar en önnur. Hér eru fimm áhugaverð.
Omslag: Martin Kann - bob hund
Önnur plata hundsins sem kom út 1994. Umslagið og titillinn eru í anda naívisma sveitarinnar en Martin Kann sem myndin er af hannar útlit allra platna sveitarinnar og í þetta skiptið leitaði hann ekki langt yfir skammt í leit að innblæstri.
upp, upp, upp, ner
Lost Highway - Ýmsir
Ekki flókið en fangar eitt af táknum David Lynch og er mikið í anda kvikmyndarinnar sem inniheldur svakalegt sándtrakk.
This Magic Moment - Lou Reed
Odgens´Nut Gone Flake - Small Faces
Upprunalega kom platan út á nokkrum litlum vinilplötum í tóbaksboxi en sixtíslistaháskólagenginn gaur er nefnist Mick Swan á heiðurinn af því. Seinna kom platan út á geisla í svipuðum umbúðum. Fyrir röð tilviljanna komst undirritaður í tæri við eintak en það var í eitt af fáum skiptum sem hann hefur tekið þá ákvörðun að hirða hlut úr ruslatunnu.
Song of a Baker
Who´s Next - The Who
Who voru í raun fjórir ruddar sem voru sífellt að rífast, sukka og brjóta hluti, því er það bara við hæfi að umslagið sýni brot þessarar óhefluðu hliðar þeirra...
The Song is Over
Pin Ups - David Bowie
Bowie og Twiggy í skrítnum stellingum, og miðað við litarhaftið er eins og þau hafi skipt um andlit. Grönn og undarleg fanga þau athyglina.
Sorrow
Thursday, July 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment