
"Sea of Love" eftir þá Phil Phillips og George Khoury kom fyrst út í útgáfu Phil Phillips and The Twilights og náði fyrsta sæti á U.S. Billboard R&B listanum og öðru á Billboard Hot 100 árið 1959. Lagið hefur verið koverað nokk oft en meðal þeirra sem hafa tekist á við það eru listamenn eins og Iggy Pop, Robert Plant, Del Shannon, Shakin´ Stevens og The Honeydrippers.

Upprunalega útgáfa lagsins gengdi veigamiklu hlutverki í Al Pacino mynd sem bar nafn lagsins en í henni hljómaði einnig túlkun Tom Waits á því. Nýlega Tók Cat Power það í kvikmyndinni Juno og eins og Waits gerði hún það á sinn hátt.

Phil Phillips and The Twilights
Cat Power
Tom Waits
No comments:
Post a Comment