Það eru til óteljandi góð og slæm plötucover en ég ákvað að takmarka mig við plötur sem ég á uppi í hillu.
5. The Mars Volta - Frances The Mute
Ég hef svo sem aldrei verið neitt geðveikislega hrifin af þessari plötu en mér finnst coverið svo ótrúlega úthugsað og flott.
The Mars Volta - The Widow
4. Subtle - For Hero: For Fool
Þetta er bara svo töff. Svipbrigðalaust röndótt andlitið, júníformið og þetta logandi brjálæðislega hár. Myndin er af Hour Hero Yes sem er aðalkarakter plötunnar og ef þið hafið áhuga á að vita eitthvað meira um afdrif hans þá er ekki úrvegi að líta á þessa grein. Ég reyndar hvet ykkur til að lesa þetta því ég lofa að þið hlustið á plötuna með nýjum eyrum á eftir (tjah ef þið hafið hlustað á hana áður sem er reyndar ekki alveg sjálfgefið).
Subtle - The Mercury Craze
3. Slint - Tweez
Þetta er svo tilþrifalítið og boring að það er komið hringinn og orðið stórfenglegt. Ég meina... Saab?
Slint - Ron
2. The Beatles - Abbey Road
Þegar kemur að plötucoverum þá eru sum orðin algjörlega klassísk. Jafnvel þó fólk fylgist ekki mikið með tónlist þá getur það nefnt hljómsveitina og plötunafnið um leið og það sér plötuna. Bítlarnir áttu auðvitað fleiri sígild cover, sérstaklega er Sgt. Pepper's flott en þetta er samt í mestu uppáhaldi hjá mér.
The Beatles - Because
1. The Strokes - Is This It
Eitt af eftirminnilegustu coverum síðari ára. Bandaríkjamönnum fannst þetta að sjálfsögðu of dónalegt svo þeir fengu eitt mesta blehh cover allra tíma í staðinn. Hí á þá.
The Strokes - The Modern Age
Friday, July 18, 2008
Topp 5 bestu plötucover - Kristín Gróa
Labels:
bestu plötucover,
Slint,
Subtle,
The Beatles,
The Mars Volta,
The Strokes
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment