Þá er ég komin heim frá Hróarskeldu og ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja. Sólin skein stanslaust, bjórinn flæddi, ferðafélagarnir voru endalaus uppspretta gleði og tónleikarnir voru hverjir öðrum betri. Ég var tiltölulega lítið stressuð yfir að ná að sjá allt en náði að sjá heil eða hlutasett með MGMT, Radiohead, Band Of Horses, Gnarls Barkley, Kings Of Leon, Seasick Steve, Robyn, Grinderman, Battles, José González, Queen Ifrica, Neil Young, The Chemical Brothers, Slayer, Cat Power, Bob Hund og Bonnie "Prince" Billy. Var svekktust yfir að hafa klikkað á Yeasayer og No Age, sérstaklega af því að eina ástæðan fyrir að ég fór ekki að sjá þá er að ég var of syfjuð til þess. Augljóst ellimerki það.
Radiohead, Bonnie "Prince" Billy, Kings Of Leon og Seasick Steve stóðu upp úr en það kemur væntanlega lítið á óvart að Neil Young var hápunkturinn í mínum huga. Það er reyndar alveg glatað að sjá einhvern sem maður dáir svona mikið á stærsta sviðinu á tónlistarhátíð því það er enginn friður til að njóta tónleikanna og rólegu lögin drukkna í blaðri. Það skemmdi pínku fyrir mér og ég hvæsti m.a.s. á vini mína (ein geggjað upptrekkt) sem voru að hrópast á ofan í Oh, Lonesome Me (sorry guys). Neil Young sjálfur var auðvitað engum líkur enda þvílíkur kraftur sem er í þessum manni. Hann tók líka allan skalann, alveg frá rólega Neil með The Needle And The Damage Done yfir í kreisí Neil með No Hidden Path sem tók örugglega rúmar 20 mínútur með ekta NY gítarsólói. Úff gæsahúð. Setlistinn hans leit svona út:
1. Love And Only Love
2. Hey Hey, My My
3. Powderfinger
4. Spirit Road
5. Cinnamon Girl
6. Fuckin' Up
7. All Along The Watchtower
8. Oh, Lonesome Me
9. Mother Earth
10. The Needle And The Damage Done
11. Unknown Legend
12. Heart Of Gold
13. Old Man
14. Get Back To The Country
15. Words
16. No Hidden Path
---
17. A Day In The Life
Maðurinn coverar bæði Dylan og Bítlana án þess að blikna og gerir það þar að auki óaðfinnanlega. We're not worthy.
Að lokum stutt klippa af Hey Hey, My My:
Tuesday, July 8, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment