Ég opnaði enska orðabók og benti á handahófskennt orð á einni blaðsíðunni... orðið mitt er rain.
5. Traction In The Rain - David Crosby
Ég er bara nýfarinn að hlusta á David Crosby þannig að ég veit svosem ekkert um þetta lag eða plötuna... annað en að mér finnst þetta bara ansi gott
4. None But The Rain - Townes Van Zandt
Platan Townes Van Zandt kom út 1969 og þetta lag er á henni. Ég held að enginn tónlistarmaður geti náð jafn miklum hæðum og lægðum og mörgum tilfinningum í tónlistinni með jafn eintóna söng og Townes Van Zandt. Hann syngur nánast alltaf í sömu tónhæð, engar krúsídúllur eða fléttur eða flúr eða neitt í röddinni hans. Bara einfalt og þægilegt og fallegt.
3. Black Rainbows - St. Vincent
St. Vincent gaf út plötunna Actor fyrr á þessu ári. Klárlega ein af bestu plötum ársins að mínu mati. Lagavalið er svosem smá svindl en orðið rainbows byrjar á rain og án rigningar eru engir regnbogar er það??
2. Raining in Darling - Bonnie 'Prince' Billy
Rignig er yfirleitt tengd drunga og Will Oldham er líklega einn af þeim tónlistarmönnum sem getur náð hvað mestum drunga í tónlistina sína.
1. A Hard Rain's A-Gonna Fall - Bob Dylan
Ætli þetta sé ekki aðal rigningarlag heimsins?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
David Crosby er yndislegur meistari. Þetta lag er af hans fyrstu sólóplötu, 'If I could only remember my name'.
Post a Comment