Thursday, August 20, 2009

Dark Was The Night


Það er alveg þess virði að minna aðeins á tvöföldu safnplötuna Dark Was The Night sem kom út í febrúar til styrktar alnæmissamtökunum Red Hot Organization. Platan var pródúseruð af bræðrunum Aaron og Bryce Dressner sem eru aðalsprauturnar í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum, The National. Platan inniheldur hvorki meira né minna en 31 lag flutt af hinum ýmsu smá- og stórstirnum indísenunnar. The National eiga að sjálfsögðu lag en restin af plötunni er líka algjört who's who af stærstu nöfnunum í indítónlist síðustu ára: Sufjan Stevens, Arcade Fire, My Morning Jacket, Feist, Cat Power, Beirut, Blonde Redhead o.s.frv. o.s.frv.

Það er svo mikið af góðri tónlist á þessari plötu að það er eiginlega overload að hlusta á hana alla í einu. Það er því frekar erfitt að velja einhver lög sem tóndæmi en fyrir valinu verða of-svalt-til-að-vera-satt samstarf hinnar eldheitu sveitar Dirty Projectors og goðsagnarinnar David Byrne, freaking awesome cover TV On The Radio stjörnunnar Dave Sitek af Troggs laginu With A Girl Like You og að lokum endurupptaka Conor Oberst á hinu fallega Lua þar sem hann fær Gillian Welch til liðs við sig.

Dirty Projectors & David Byrne - Knotty Pine
Dave Sitek - With A Girl Like You -> Mæli með þessu!
Conor Oberst With Gillian Welch - Lua

2 comments:

Anonymous said...

Komiði sæl, er síðan að detta út? Þetta er orðið svolítið þunnt og moðukennt, fáir listar og allt frekar svona "klént".

Þetta var fínt í vetur, hvað gerðist?

Kv.
Gunnar

Kristín Gróa said...

Ætli við séum ekki bara að reyna að koma okkur í gang eftir sumarið, svona á það til að missa dampinn yfir sumarmánuðina. Við erum samt að fara að taka upp nýja liði og komum til baka af fullum krafti með nýja meðlimi og nýja lista næsta föstudag!