Friday, October 2, 2009

Topp 5 vond cover

Eins og það eru til mörg góð cover þá er þau einnig fjöldamörg sem eru slæm, hér eru nokkur þeirra:

5: Should I Stay Or Should I Go - Ice Cube og Mack 10 að covera The Clash.
Þó ég sé nú gefinn fyrir rapp og Ice Cube þá er þetta alveg hræðileg misþyrming á annars fínu lagi.


4:Monkey Gone To Heaven - Far að covera The Pixies.
Illa farið með frábært lag. Sumum finnst þetta sennilega ofsalega fínt en ekki mér.



3: A Case of You - Prince að covera Joni Mitchell.
Ég hef ekki mikið hlustað á Prince og hef í raun haft eitthvað á móti honum lengi. Ætlunin er þó að gefa
honum einhvern tímann séns. En ekki í þessu lagi. Mæli frekar með Tori Amos að covera þetta og þar sem ég
finn hvergi á netinu einhverja útgáfu af laginu og er þar að auki of tækniheftur til að láta lagið
bara eitt og sér inn, þá læt ég bara útgáfuna hennar Tori fylgja með.



2:Beat on the Brat - U2 að covera Ramones.
Hræðilegt, þetta fær mig til að þola U2 enn minna en ég geri nú þegar.



1:Magic Carpet Ride - Bedlam að covera Steppenwolf.
Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum, en þessi útgáfa, sem var á Resevoir Dogs soundtrackinu, er alveg off.
Hún kemur mér jafnmikið úr stuði eins og orginalinn kemur mér í stuð.

No comments: