Saturday, October 3, 2009

Topp 5 VOND cover - Georg Atli

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn einu sinni, mér finnst cover vera mjög merkileg. Þetta á líka við um vond cover, ég lenti meira að segja í svo miklum valkvíða með að velja úr safninu mínu að listinn kemur degi of seint en hérna koma mín topp 5:


5. Scarlett Johansson - Last Goodbye (Jeff Buckley cover)

Scarlett er voðaleg sæt og hæfileikarík leikkona og hún kann svosem alveg að syngja ágætlega en hún ætti ekki að covera nein lög, hún sannaði það með Tom Waits tribute plötunni sinni svo rækilega að öll lögin á listanum ættu eiginlega að vera af þeirri plötu... en það væri of augljóst.


4. Dizzee Rascal - That's Not My Name (The Ting Tings cover)

Þetta er ekki einu sinni gott lag í upprunalegu útgáfunni, AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM ERTU AÐ GERA ÞAÐ VERRA!!!

3. Xiu Xiu - Fast Car (Tracy Chapman cover)

Xiu Xiu ákváðu að verða svo mikið artý og krútt að það fór hringinn og varð að einhverju allt öðru og undarlegu.



2. Chris Cornell - Billy Jean (Michael Jackson cover)

Ef að Michael Jackson hefði verið í hvítur, kjánalegur og forsöngvarinn í Creed, Nickleback eða Live þá hefði það líklega hljómað svona.

1. Olivia Newton-John - Ring of Fire (Johnny Cash cover)

Það er ekkert hægt að lýsa þessu lagi neitt, það er svo hræðilega poppað og sykursætt að það verður bara að hlusta á það ef maður vill vita. Það má reyndar benda á það að lagið kom út á plötunni Making a Good Thing Better, jú þið lásuð rétt better

No comments: