Friday, May 25, 2007

Topp 5 baðlög - Erla Þóra

Þegar ég fer í bað (sem ég geri eiginlega aldrei, fer í sturtu eða í pottinn) þá vil ég slappa af big time. Helst vera með maska framan í mér og gúrkur yfir augunum, the whole package! Listinn minn er í því rólegheitalisti.

1. Teardrop - Massive Attack.
Skemmtilegt rólegheita-sing-along-song sem er ómissandi í karinu.

2. Blur - This is a Low
Svoooooooo gott lag! Geggjaður texti og bara GOTT LAG. Og að mínu mati svolítið baðlegt.

3. The The - This is the day (feel good)
Þetta er feelgood song. Nauðsynlegt að hafa eitt slíkt í baðinu svo það sé bros á andlitinu (ef það er hægt sökum maskans, þeir eiga það til að harðna og gera það þar með erfitt að brosa).

4. Iron and Wine & Calexico - Prison on Route 41
And on with the calm calm music. Þetta er líka bara svona líðandi baðmúsík. Ofboðslega flott lag sem ég datt inn á þegar ég var að shuffla músíkina frá Krissu og Vigga á flakkaranum mínum.

5. Smashing Pumpkins - Melon collie and the infinite sadness
Langar ekki bara öllum að læra á píanó þegar þeir heyra þetta lag?! Mér skilst allavega að Billy Corgan hafi samið þetta þegar hann var að læra á píanó... veit ekkert hversu mikill sannleikur er í því but I like the story. Einnig gott baðlag, maður finnur bara þreytuna líða úr sér.

No comments: