Friday, May 4, 2007

Topp 5 lög flutt af stelpnahljómsveitum - Kristín Gróa

1. The Supremes - You Can't Hurry Love
No I can't bear to live my life alone
I grow impatient for a love to call my own


Ég sagði alltaf að þetta væri einkennislagið mitt enda krónískt einhleyp og þó það eigi ekki við lengur þá er þetta samt eitt af uppáhalds lögunum mínum. Ég er reyndar með fáránlegt 60's stelpnahljómsveita fetish og hefði auðveldlega getað fyllt listann með slíkum lögum. The Shirelles, The Ronettes, The Shangri-Las, The Angels, The Tammys, The Dixie Cups og ég gæti talið endalaust áfram. Þetta er þó toppurinn og það tekur efsta sætið á listanum fyrir hönd allra hinna.

2. Client feat. Carl Barat - Pornography
And I love the way you talk to me
And I love your whole philosophy


Þó ég og Krissa höfum upplifað mikið af tónlist saman þá er þetta pottþétt "lagið okkar". Það minnir mig bara alltaf á Krissuna mína... páskadaginn sem við héldum upp á saman, ótalmörgu margarítukvöldin á Freyjunni og síðast en ekki síst Glastonbury ferðina þar sem við þraukuðum einmitt í gegnum heilt Client sett í klessu dauðans til að vera í fremstu röð á Bright Eyes. Ahhh good times... og þó við séum hvorugar sérlega miklir aðdáendur Client þá er þetta lag bara alveg fáránlega gott og það skemmir svo sem ekkert fyrir að Carl Barat skuli stynja þarna með ;)

3. OOIOO - UMA

Ef þið hafið ekki heyrt þetta lag þá VERÐIÐ þið að tékka á því ekki síðar en núna! OOIOO er hliðarverkefni trommarans úr japönsku noiserokksveitinni The Boredoms en ólíkt þeirri sveit eru hér bara stelpur innanborðs. Ég held ég hafi aldrei heyrt jafn geðveikislega en um leið catchy tónlist og þessa. Hearing is believing.

4. Le Tigre - Deceptacon
I'm a gasoline girl with a vaseline mind but
Wanna disco?
Wanna see me disco?


Ég tengi þetta lag einhverra hluta alltaf við Ellefuna og kannski hefur það eitthvað að segja um það af hverju ég kemst alltaf í stuð við að heyra það. Le Tigre hafa orð á sér fyrir að vera mjög pólitískar og miklir femínistar en ég er svo grunn að mér finnst þetta bara hresst og það er nóg fyrir mig.

5. Chicks On Speed feat. Peaches - We Don't Play Guitars
We like using gaffer tape
But we don't play guitars


Ég held að allt sem Peaches kemur nálægt verði sjálkrafa alveg óendanlega töff og þetta lag er óneitanlega mjög töff.

3 comments:

Krissa said...

BWAHAHAHA
The Supremes, check!
Le Tigre - Deceptacon var í úrtakinu fyrir listann!

Client hinsvegar: ó mæ GOOOD ég trúi ekki að ég hafi ekki sett lagið OKKAR á listann!!! Getum við hlustað á það 10 sinnum á repeat næst þegar við hittumst í staðinn? ;)

Krissa said...

Og já, ekki skrítið að Deceptacon minni þig á 11una, enda spilaði Óli Dóri það alltaf í fyrravetur og við vorum eiginlega alltaf þar líka *roðn* hehe

Vignir Hafsteinsson said...

Ú góður listi! Er einmitt að hlusta á japanska tryllinginn as we speak :D