Friday, May 25, 2007

Topp 5 lög til að hlusta á í baði - Kristín Gróa

Hvað í fjáranum eru baðlög? Ef ég hef fyrir því að láta renna í baðkarið þá vil ég liggja þar og slappa af svo ég vil hlusta á eitthvað rólegt. Hins vegar fer ég einna helst í baðkarið þegar ég er að fara eitthvað út um kvöldið svo það er oft nett stemning í mér. Þessi listi er einhverskonar furðuleg samblanda af þessu tvennu.

1. Fleetwood Mac - Albatross


Þetta er auðvitað ferlega flott lag og ég sé albatrossinn stóra alveg fyrir mér að svífa yfir hafinu þegar ég hlusta. Ahhhhhhh afslappandi. Svo reyni ég líka að nota hvert tækifæri til að koma aðdáun minni á Fleetwood Mac á framfæri.

2. Animal Collective - Banshee Beat

Maður má nú ekki alveg koðna niður í baðinu svo það er gott að taka eitt langt rísandi lag til að færa sig örlítið úr rólegheitunum. Mér finnst þetta lag líka hápunkturinn á þeirri annars stórgóðu plötu Feels.

3. Interpol - Stella Was A Diver And She Was Always Down

Ég held þetta hafi verið fyrsta lagið sem ég heyrði með Interpol og ég man ég hugsaði bara wtf! Þess ber að gæta að mér fannst Interpol fyrst um sinn mjög töff en mjög leiðinlegir þar til einn daginn bara SNAP... ég dýrkaði þá og dáði. Þegar Paul Banks hrópar "STELLA! STELLA-HA!" í miðju laginu fæ ég alltaf svona jesssss tilfinningu.

4. Clap Your Hands Say Yeah - Underwater (You And Me)

Ég veit ekki af hverju CYHSY hafa almennt fengið frekar neikvæða dóma fyrir nýju plötuna þar sem mér finnst hún bara ansi hreint skrambi fín! Þetta lag og Emily Jean Stock eru í mestu uppáhaldi og mig langar alltaf alveg rosalega mikið að dilla mér þegar ég heyri þetta lag.

5. The Monkees - The Porpoise Song

Ekki það að mér líði eins og litlu hvaldýri þegar ég ligg í baði (hehemm) en þetta finnst mér alveg fjári gott baðlag. Ég ætla nú ekki að fara út í neina umræðu um gæði The Monkees (þar sem ég hef ekkert á móti þeim fyrir það sem þeir voru) en þetta lag er alveg frekar ólíkt þessum dæmigerðu Monkees lögum. Þetta er svona meira Monkees á sýru sem er auðvitað bara gott.

No comments: