Friday, May 18, 2007

Topp 5 Musical Travesties - Vignir

1. Fallout Boy
Vá! Þetta er svo léleg hljómsveit! Ég veit það að gera grín að henni er svona álíka auðvelt og að detta og hitta á jörðina. Hvar á maður að byrja?

Er það tónlistin?

Eru það textarnir?
Lie in the grass, next to the mausoleum
I'm just a notch in your bedpost

But you're just a line in a song

Er það útlitið?


Er það út af því hvað þeir láta út úr sér?
"One time I fell in love with a cat, then I realized it wasn't a human being. It was not as sexy as we thought."

Er það af því að þeir eru svo rosalega þjáðir og emo?

Eða er það af því að þeir eru actually komnir með eigið label og ætla að gefa okkur bönd eins og Panic! at the Disco?

Eða kannski af því að þeir ala upp aumingjaskap í æsku stærsta superpowers í heiminum. Vilt þú fá forseta Bandaríkjanna eftir 20-30 ár sem ólst upp við Fallout Boy?!?!


Gvuð hvað ég þoli þá ekki...

Fallout Boy - This ain't a scene, it's an ar... blah blah veljið styttri nöfn á lögin ykkar!

2. Madness
Ég hef aldrei skilið þessa gaura. Aldrei þolað þá. Aldrei fattað af hverju fólki finnst þeir vera æði og fögnuðu mögulegu re-unioni


Ég man að einu sinni var ég veikur heima og lagið Our House kom á VH-1 og ég fékk ælupest upp úr því. Svo var ég með lagið á heilanum í svona tvær vikur og kúgaðist reglulega!

Hérna er helvítis vídjóið(held ég, því að ég opnaði þetta bara fyrir embed kóðann, ekki séns að ég hlusti á þetta)


Madness - Our House

3. Korn - Twisted Transistor
Svona var Korn einu sinni

Bara metal aðdáendur sem hlustuðu á hip-hop. Lúðar. Nörd. Snillingar. Gerðu góðar plötur sem var vel hægt að nýta til að losa sig við flösu.

Þetta er Korn í dag.

Orðnir kjánalegir og ljótir en á vondan hátt. Hanga allt of mikið með liði úr Evanescence og eyða milljónum í míkrófónstanda og missa meðlimi í Jesus Freakness.
Eftir Take a Look in the Mirror kom út fór virkilega að halla undan fæti. Greatest Hits platan innihélt hið hrikalega Word Up! lag. Mér fannst það alveg í lagi þar sem að þeir voru að kover gamlar hetjur sínar og þeim var auðveldlega fyrirgefið í minni bók. Svo kom þetta lag út. Ég var nú ekkert búinn að tjalda fyrir utan Skífuna að bíða eftir plötunni en þegar ég heyrði þetta missti ég allt álit á þessari hljómsveit. Ég ætla bara að halda mig við Life is Peachy og fyrstu plötuna héðan í frá.



4. Britney Spears! - Satisfaction
Woman! Know Your Limits!!!



5. U2 - Vertigo
Hello, hello (¡Hola!)
I'm at a place called Vertigo (¿Donde esta¡?)
It's everything I wish I didn't know
But you give me something
I can feel, feel

Ef að það var ekki löngu búið að gerast þá var þetta definetly mómentið fyrir U2 þegar þeir stukku yfir hákarlinn






(Dis)Honorable Mentions:
Mika! Shjii hvað þessi gaur vill láta mann fá leiðinleg lög á heilann!
Fat Boys ft. The Beach Boys. Botninn á annars glæsilegum ferli Beach Boys

2 comments:

Kristín Gróa said...

Þetta er frábær listi... nema... nema... MADNESS?! Ekki dissa Madness gaur! Það er bara bannað!

Krissa said...

Neinei, Madness eru fínir...en SHEIZE hvað Mika er leiðinlegur!!! ARRRG!!!