Friday, May 11, 2007

Topp 5 fyndin lög - Kristín Gróa

Hvaða lög eru fyndin? Ég meika persónulega ekki týpísk fyndin lög... Weird Al er alveg off í mínum eyrum og við skulum nú ekki einu sinni byrja að tala um Frank Zappa! Þessi lög finnst mér skondin :D

1. Johnny Cash - Boy Named Sue

And if I ever have a son
I think I am gonna name him...
Bill or George any damn thing but Sue!


Þetta lag er einhvernveginn bæði kántrý, töff og fyndið... hvernig sem það er nú hægt. Þessi upptaka er líka eitthvað svo frábær því Cash er hálfhlæjandi í gegnum lagið og áheyrendur hrópa og kalla.

2. Green Jelly - Three Little Pigs

So they called nine-eleven, like any piggy would.
They sent out RAMBO, just as fast, as they could.

"YO, WOLF-FACE, I'M YOUR WORST NIGHTMARE, YOUR ASS IS MINE!!!"


Ég fæ nú bara nostalgíukast þegar ég hlusta á þetta lag. Einhverra hluta vegna var myndandið alveg ljóslifandi í höfðinu á mér og vá ég fékk alveg kast þegar ég sá það aftur! Þið verðið að horfa á það! Það ætti svo að gleðja Vigni að Maynard James Keenan er fyrrverandi meðlimur í Green Jelly og ég kemst ekki nær því að setja Tool lag á lista en það.



3. Isaac Hayes - Chocolate Salty Balls

Say everybody have you seen my balls?
They're big and salty and brown
If you ever need a quick pick-me-up
Just stick my balls in your mouth!


Þetta South Park lag er auðvitað alveg orðin klassík enda hefur engum tekist að láta bakstur hljóma eins sleazy eins og Isaac Hayes gerir hér. Lagið sjálft er reyndar töff burtséð frá textanum enda er það alveg ferlega funky og catchy!

4. Bob Dylan - Talking World War III Blues

Down at the corner by a hot-dog stand
I seen a man, I said, "Howdy friend,
I guess there's just us two."
He screamed a bit and away he flew.
Thought I was a Communist.


Eitt af mörgum uppáhalds Dylan lögunum mínum og pottþétt einn af fyndnustu textunum hans. Ég glotti alltaf út í annað þegar ég hlusta á þetta.

5. The Beatles - You Know My Name (Look Up The Number)

You know my name you know you know you know you know you know my name

Já Bítlarnir fá síðasta sætið enda er þetta lag alveg einstaklega súrt og skrítið. Lagið sjálft er svo sem ekki í neinu sérstöku uppáhaldi en samt get ég nú ekki annað en flissað þegar vitleysisgangurinn tekur yfirhöndina. Let's hear it for Denis O'Bell!

No comments: