Friday, May 25, 2007

Topp 5 lög til að hlusta á í baði - Zvenni

Að fara í bað er ferli.
Ferlið skiptist í fimm stig.

1. Hvati

Bathtime - Tindersticks
Mellankólían og þunglyndið sem fylgir Tindersticks lætur mann langa til að leggjast í langa baðsetu og velta sér upp úr vandamálum sínum og heimsins. Það sér enginn þig væla í baði.

2. Undirbúningur

I'll be ready (Baywatch-lagið) - Jimi Jamison (úr Survivor)
Þegar á að fara í bað er góður undirbúningur mikilvægur. Vatnið þarf að vera rétt stillt, ekki of heitt, ekki of kalt, hæfilega miklar sápukúlur. Allt þarf að vera klárt, ég þarf að vera klár.

3. Stemmning

Yellow Submarine - Beatles
Ef einhver kemur manni í stuð, læknar mellankóliuna og gefur manni trú á mannkynið á ný þá er það Ringo Starr. Einlægur söngur um betra líf neðansjávar. Þar fjarri amstri og örvæntingu hversdagsleikans býr hann með öllum vinum sínum í gulum kafbát. Hvern langar ekki í gulan kafbát.

4. Galsi

Splish splash (I was taking a bath) - Bobby Darin
Á vissu stigi tekur baðgalsinn yfir, busl í baði, fátt skemmtilegra.

5. Alvara lífsins

Cold Water- Tom Waits
Eftir gott busl í góðu baði er auðvelt að syfja. Þægilegur hiti, næði, loka augunum, sofna. Vakna síðan upp hálftíma seinna í köldu vatni.
Baðið búið.

No comments: