Friday, May 11, 2007

Topp 5 fyndin lög - Krissa

Fyrst vissi ég ekki alveg með þennan lista því í hausnum á mér var fyndið lag einhvern veginn synonymous við lélegt lag. En svo ákvað ég að það væri bara eitthvað bölvað kjaftæði, ákvað að sleppa Leoncie og skellti fullt af fyndnum og góðum lögum á playlista sem er svo búið að pikka af síðustu vikuna...svo eftir standa 5 lög...here goes:

1. Max Caulfield (Rex Manning) - Say No More, Mon Amour
"Say no more
Mon Amour
I'll bring my lovin' right to your front door
Here I come
Baby je t'adore
Lips are for kissing baby
So say no more"

Ok ok, þetta lag er admittedly skelfing! En hver sem hefur séð Empire Records getur ekki annað en hlegið þegar hann heyrir þetta lag. Þegar ég heyri það sé ég allavega fyrir mér sólbrúnkukremsappelsínugulan mann með wavey topp, allt of bláar linsur og í sleazy fötum...eeew!!!

2. Rolf Harris - Jake the Peg
"I had a dreadful childhood really, I s'pose I shouldn't moan
Each time they had a three legged race, I won it on me own "
Jake the Peg er bara alltof fyndið! Svo er ég líka búin að vera með það á heilanum í rúma viku...og búin að vinna í hópvinnu 2/3 sólarhringsins allan þann tíma. Ég er þ.a.l. búin að ná að dreifa gleðinni svo rooosalega, það eru allir búnir að vera að syngja diddle-liddle-liddle-lee síðustu 8 dagana eða svo :)

3. Hotels - Farewell to Love
Ok, ég fann þetta lag á einhverju mp3 bloggi - man ekkert afhverju ég ákvað að sækja það to begin with en vá! Það er eins og hljómsveitin sé samsett af meðlimum sem aðhyllast allir sitthvora tónlistarstefnuna og hver fái að part af laginu fyrir sig. Í viðlaginu kemur t.d. bútur sem gæti verið tekinn úr laginu sem heyrist alltaf í bakgrunninum á lélegri kínverskum veitingahúsum (er þetta ekki bara eitt lag annars sem er alltaf verið að spila á þessum stöðum?)

4. Loudon Wainwright III - Swimming Song

"This summer I swam in a public place and a reservoir to boot,
At the latter I was informal,
At the former I wore my suit,
I wore my swimming suit."
Segir textabrotið ekki allt sem segja þarf? Fyrir utan að vera með brjálæðislega fyndinn texta er það sumarlegt og frábært að öllu leyti!

5. Fujiya&Miyagi - Collarbone
"Toe bone connected to the ankle bone
ankle bone connected to the shin bone
shin bone connected to the knee bone
knee bone connected to the thigh bone"
Mér finnst frábært að láta sér detta í hug að byggja viðlagið sitt upp á einhverri anatómíu. Erlu Þóru fannst það minna sniðugt þegar hún komst að því að hún væri á ensku en ekki latínu...oh well...mér finnst þetta allavega hilarious!

Honorable mention: klárlega Maxwell's Silver Hammer með Bítlunum! JÁÁÁ!!! :D

No comments: