Tuesday, October 30, 2007

Topp 5 forritunarlög - Erlingur (gestalisti)

Hann Erlingur er tölvunarfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík og er að nemast með henni Krissu. Hann er frá Keflavík en er þrátt fyrir það rosalega fínn gaur. Við Krissa tjekkuðum hvort að hann vildi vera með í lista vikunnar og hann var fljótur að segja já. Hér er listinn hans:


Ég er einmitt í þeim hóp að ég verð að hafa tónlist á meðan að ég er að sinna einhverri forritunarvinnu, algjör must. Því minni
söngur sem er í laginu því betra, en það er aldeilis engin regla. Þessi listi er aðallega lög sem hafa verið í uppáhaldi seinasta árið
því ég breyti stundum alveg um forritunartónlistarsmekk. Eitt árið var það næstum eingöngu klassísk tónlist, annað árið eingöngu
rokk og svo framvegis. Þessi listi er því aðallega lög sem ég hef verið að hlusta mikið á seinasta árið eða svo.

1. You infamous harp - Lightfall
Það var fyrir hreina tilviljun að ég fann þetta lag (eða frekar disk) en hann fær eitthvað svo rosalega á mig. Þetta er víst
eitthvað sem hefur verið gefið nafnið "glitch-hop" eða eitthvað þvíumlíkt. Það eru alls ekki öll lög að gera sig á þessum disk
en þetta finnst mér alveg standa upp úr. Ég mæli hinsvegar með því að hlusta á allan diskinn í einu, helst með heyrnartólum
og reyna að taka vel eftir textanum. Fyrsta skipti sem ég hef fengið gæsahúð út um allan líkama með því einu að hlusta
á tónlist. Hægt er að nálgast alla plötuna þeirra hér (http://www.extlabs.com/yourinfamousharp/ ) en þeir ákváðu að leyfa fólki að hlusta eins mikið á plötuna og það vill á netinu. Það virðist sem að fleiri og fleiri tónlistarmenn séu að gera þetta (sbr. Radiohead) og ég verð að segja að mér finnst það frábært. T.d. hefði ég örugglega aldrei heyrt hversu góð lög þeir geta gert ef ekki hefði verið fyrir þetta framtak þeirra.

2. Björk - Hunter
Það er eitthvað svo hypnótískt við þetta lag. Hvort það er frábæri bassinn, hvernig fiðlurnar spila inní eða eitthvað annað veit ég
ekki. En eitthvað er það sem gerir það að verkum að ég einfaldlega verð að spila þetta lag, alveg sérstaklega til að
koma mér í gírinn. Einkar gott byrjunarlag.

3. Sufjan Stevens - Jacksonville
Það vill nefninlega svo skemmtilega til að það var hún Krissa sem kom mér inná Sufjan Stevens. Síðan þá hefur
hann ekki vantað meðan ég hef gert eitthvað forritunartengd. Alveg ótrúlega skemmtilegur "flautu/eitthvað" taktur
sem virkilega kemur manni í skapið.

4. The Prodigy - Breathe
Langt langt síðan að ég heyrði fyrst í Prodigy og þeir eiga alltaf svona skeið hjá mér. Þ.e.a.s. ég tek mig til og get
hlustað á þá alveg helling í smá tíma en síðan kemur löng pása. Og svo aftur nokkrar vikur og svo löng pása.
Og svo framvegis.

5. Radiohead - Everything in its right place
Ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og ég einmitt náði í nýju plötuna þeirra á netinu og borgaði 0kr fyrir. Eftir að
ég hlustaði á plötuna fannst mér hún góð en kannski á ég eftir að venjast henni aðeins. Ég ætla að gefa henni aðeins meiri
tíma og svo fara aftur og kaupa hana á því verði sem mér finnst hæfa. Ótrúlega gott framtak hjá Radiohead sem algjörlega
setti þá á toppinn aftur hjá mér. Ekki skemmdi þetta fyrir heldur.



Honorable mentions:


* Air
* Aphex Twin
* Chemical Brothers
* Moby
* Daft Punk
* Massive Attack
* Portishead
* David Gray
* FC Kahuna
* Boards of Canada
* Ol' Blue Eyes
* Sigur Rós
* Thomas Newman

3 comments:

Erlingur said...

"Þessi listi er aðallega lög sem hafa verið í uppáhaldi seinasta árið
því ég breyti stundum alveg um forritunartónlistarsmekk. Eitt árið... Þessi listi er því aðallega lög sem ég hef verið að hlusta mikið á seinasta árið eða svo."

Talandi um að vinna hjá the Department of Redundancy Department....

Erla Þóra said...

Góður listi.

Meira að segja ÉG kemst í forritunargírinn þegar ég heyri Sufjan ;)

Erlingur said...

Takk fyrir! :)

Jebb, síðan að ég heyrði fyrst í honum hefur mér fundist hann vera ómissandi við forritun!

Þriggja vikna verkefni = Oriental Prince in the land of SOUP!