Alrighty... topp 5 lög til að hjúkkast við! Reyndar verður nú að segjast að maður hjúkrar nú nánast aldrei við tónlist ;) En minn listi samanstendur bara af lögum sem ég tengi við hjúkrunina. Here it goes...
5. Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt siglir fleyið mitt
Það var alltaf verið að spila Óskalög Sjómanna á einni deild sem ég var að vinna á þannig að ég tengi allann þann disk við vinnuna mína. But in a very good way :)
4. Heal the world - Michael Jackson
Já ok, liggur þetta ekki bara beinast við? :D Ég ætla náttúrulega að bæta heiminn með mínum störfum! Ég er þó það raunsæ að ég býst ekki við því að ná að lækna heiminn í heild sinni eins og vinur minn Hr. Jackson er að tala um.
3. Fujiya & Miyagi - Collarbone
Þetta er náttúrulega bara of sniðugt lag. Við ræddum það mikið þegar við vorum að læra anatómíuna í klásusnum hvað það væri sniðugt ef þetta lag hefði latneskann texta! Og af hverju það væri ekki bara hægt að búa til lög um allt í líkamanum. Mundi gera það so much easier að muna ;)
2. Everything comes down to poo - Scrubs
Í klásus sátum ég og Brynja og gerðum ekkert nema að læra... ooog horfa á smá Scrubs inn á milli :) Þátturinn sem þetta lag er í, Scrubs - The Musical, er svo bráðfyndinn að við hreinlega vældum úr hlátri. Hvernig getur einhver horft á þetta og ekki viljað fara að vinna í heilbrigðisgeiranum!? hahaha ;) Mana ykkur til að horfa á þessa klippu... og hlusta vel! "Cause the answer's not in your head my dear... it's in your butt".
1. Coldplay - Fix you
Ég mun reyna að "fixa" eins marga og ég get þegar ég útskrifast ;) En svona all jokes aside þá er þetta bara svo ótrúlega fallegt lag, fæ hroll í hvert skipti sem ég heyri það. Svo dettur mér líka alltaf Miss Krissa Big Sys í hug þegar ég heyri það, sem er gott. Ekki það að það þurfi eitthvað að hjúkra henni neitt sérstaklega! ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment