Gestalistamaður vikunnar er íslenskufræðingurinn og kennarinn Árni en hann hefur upplifað fleiri daga en allir hinir toppfimm vinirnir.
Mánudagur
Casimir Pulaski´s day með Sufjan Stevens af Illinois
Fyrsti mánudagur í mars er nefndur Casimir Pulaski´s day til heiðurs Pulaski, föður hins bandaríska riddaraliðs.
Þriðjudagur
Love you on a Tuesday með Neutral milk hotel af Yoyo a gogo
Þriðjudagur er góður dagur til að elska...skrýtið hvað ég átti vont með að finna gott ástarlag um þriðjudag en Neutral reddaði þessu.
Miðvikudagur
miðvikudags með Björk af Medúllu
Smá metnaður að finna eitthvað íslenskt...“komd´út áháann dúdúdúdei...“ Jónas hefði klökknað.
Fimmtudagur
Má ég vera með þér með Dr. Gunna af Stóra Hvelli
Þetta var Ólsen Ólsen áttan mín ef ég myndi koksa á einhverjum degi og reyndar fyrsta lagið sem mér datt í hug eftir að Svenni hringdi í mig og bauð mér að gerast gestalistamaður.
Föstudagur
Good Friday með CocoRosie af La maison de mon rêve
Tvær systur, Coco og Rosie, sem eyddu æsku sinni í að ferðast með föður sínum, waldorf kennara, milli indíánaverndarsvæða og fóru svo að semja lög.
Laugardagur
(Looking for) The Heart of Saturday Night með Tom Waits af The Heart of Saturday Night
Ég var í vandræðum með laugardaginn en þetta kom allt í einu upp og sló út Yusuf Islam… sorrí mammi.
Sunnudagur
Sunday Mornin´ Comin´ down með Kris Kristofferson af einhverri safnplötu sem ég á...
Enginn virðist semja lög um sunnudagskvöld en nóg er af lögum um sunnudagsmorgna og þetta er eitt af þeim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment