Tuesday, November 27, 2007

Black Mountain


Black Mountain eru það sem Wolfmother vilja vera en tekst ekki... ekta seventís rokkhljómsveit. Þeim tekst að minna á Led Zeppelin, Pink Floyd og Deep Purple án þess að manni finnist þau vera að apa eftir einhverjum eða reyna að hljóma gamaldags. Fyrsta platan þeirra, Black Mountain, var alveg fantagóð og þá sérstaklega dúndurlagið Don't Run Our Hearts Around sem er hreinlega epískt (jájá óþarfi að spara stóru orðin). Nú er ný plata væntanleg frá þeim í janúar og ég verð að viðurkenna að ég er ansi spennt. Platan kemur til með að heita In The Future og fyrsta lagið sem farið er að heyrast af henni lofar allavega góðu.

Black Mountain - Don't Run Our Hearts Around af Black Mountain
Black Mountain - Tyrant af In The Future

Black Mountain á MySpace

No comments: