Eigum við að hverfa aðeins aftur til fortíðarinnar og dansa í okkur hressleikann?
Fyrstir á pall eru Orchestral Manoeuvres In The Dark með einstaklega hressandi lag um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Það er skrítin tilfinning að hafa óstjórnlega þörf fyrir að dansa villtan kjánadans um leið og mig verkjar í hjartað yfir hryllingnum sem þeir syngja um.
OMD - Enola Gay
Næstir eru Gibb bræður með grúví lag frá árinu 1975. Ég er svo sem ekki mikill Bee Gees aðdáandi en þetta lag er ferlega flott og tilvalið sem upphitunarlag fyrir helgina.
Bee Gees - Jive Talkin'
Að lokum eru það svo fyrrum Depeche Mode meðlimurinn Vince Clarke í félagi við Andy Bell en saman mynda þeir að sjálfsögðu sveitina Erasure. Til gamans má geta að best of platan þeirra var held ég þriðji geisladiskurinn sem ég eignaðist og þó hún hafi nú aldrei verið í uppáhaldi hjá mér þá er lagið A Little Respect skemmtilegt.
Erasure - A Little Respect
Thursday, November 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment