Friday, November 9, 2007

Lög til að skrifa etnógrafíu við - Zvenni

Við undirbúning, gagnaöflun, vettvangsvinnu og skrif á mannfræðilegri etnógrafíu er margt sem þarf að hafa í huga.

Indiana Jones lagið - John Williams
Í Bandaríkjunum er fornleifafræði undirgrein af mannfræði svo tæknilega séð er Indiana Jones mannfræðingur.

The Seeker - The Who
I've looked under chairs
I've looked under tables
I've tried to find the key
To fifty million fables


Mannfræðingurinn er alltaf í leit að þekkingu á hegðun mannverunnar.
Hvað er sameiginlegt með mismunandi samfélögum og samfélagshópum? Hvað er ekki sameigilegt? Af hverju? o.s.frv.

Where Everybody Knows Your Name - Gary Portnoy and Judy Hart Angelo

Mannfræðingurinn getur verið svo árum skiptir á vettvangnum en það er ekki fyrr en hann er orðinn einn af hinum innfæddu eða "heimalingur" sem hann hefur tækifæri til að túlka menningu þeirra af einhverju viti.

Knowing Me Knowing You - Evan Dando
Við rannsókn á öðrum felst einnig mikil sjálfskoðun og framandi samfélög útskýra margt í okkar eigin samfélagi. Oftar en ekki er hægt að koma auga á fjölda atriða sem eru sameiginleg. Með því að þekkja sjálfan sig og aðra (aha) og bera saman safnast pússlin upp og ný þekking verður til.

Us And Them - Pink Floyd
Us, and them
And after all were only ordinary men.
Black and blue
And who knows which is which and who is who.


Við og hinir, mannfræðingurinn og viðfangsefnin, FH og Haukar, Íslendingar og Danir, meirihluti og minnihlutahópar... gryfja sem mannfræðingurinn þarf alltaf að vera meðvitaður um. Flestir hópar finna leið til að aðgreina sig frá öðrum, hvort sem það er vegna samkeppni, staðsetningu, útliti, skoðunum eða öðru.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman mannleg hegðun sem hefur þróast með umhverfi sínu og komið upp sínum formlegu og óformlegu reglum, boðum og bönnum. Með því að skoða mannlífið í sínum ýmsu myndum komumst við örlítið nær því að skilja okkur sjálf, uppruna okkar, hvað mótar einstaklinga og samfélög og fá svör við mörgum af þeim spurningum sem brunnið hafa heitast á mannskepnunni í gegn um tíðina.

No comments: