Thursday, November 22, 2007

Sunset Rubdown


Ég held við getum verið sammála um að Spencer Krug sé duglegri en flestir tónlistarmenn. Hann er auðvitað þekktastur sem gaurinn með skrítnu röddina í Wolf Parade sem gáfu út plötu árið 2005 og eru að fara að gefa út plötu á næsta ári. Það er þó ekki nóg því hann er líka meðlimur í Swan Lake sem gáfu út plötu í fyrra, Frog Eyes sem gáfu út plötu á þessu ári og síðast en ekki síst Sunset Rubdown sem gáfu bæði út plötu í fyrra og núna í haust. Mér finnst ansi öflugt að pumpa út tveimur plötum að ári, hvað þá þegar þær eru hver annarri betri.

Sú hljómsveit sem mig langar að minnast á hérna er Sunset Rubdown sem var upphaflega hliðar-sólóverkefni Spencers en þróaðist svo út í að verða fjögurra manna hljómsveit. Þau gáfu út hina stórgóðu Shut Up I Am Dreaming í fyrra og eru tiltölulega nýbúin að gefa út Random Spirit Lover. Þá fyrrnefndu ofspilaði ég á sínum tíma og þá síðarnefndu var ég að fá í pósti frá Ameríku um daginn. Það er mikið af skemmtilegum pælingum á nýju plötunni og þó ég sé ekki alveg búin að gera upp hug minn þá gæti ég jafnvel trúað að hún sé enn betri en sú fyrri. Ég get allavega ekki mælt nægilega mikið með henni og hvet ykkur til að kaupa eintak.

Sunset Rubdown - Us Ones In Between af Shut Up I am Dreaming
Sunset Rubdown - The Taming Of The Hands That Came Back To Life af Random Spirit Lover

2 comments:

Krissa said...

Spencer Krug er svo crazy!

En The Taming Of The Hands That Came Back To Life hljómar veeel...now I'm all excited að heyra meira :)

Snorri said...

Sá þau live um daginn hér í New York. Það voru afskaplega ótilgerðarlegir og afslappaðir tónleikar en jafnframt afar kraftmiklir og nýju lögin sem renna soldið saman á disknum fengu að njóta sín. Spencer Krug er svo auðvitað bara snillingur.