Afsakið seinleika listans míns, en ég var í prófi á föstudaginn.
Mánudagur:
Diableros - Push it to Monday
Diableros er mjög vanmetin hljómsveit sem alltof fáir vita af. Þeir gáfu út plötuna You Can't Break the Strings in Our Olympic Hearts í fyrra eða hittífyrra og ég heyrði af þessari hljómsveit hjá hr. Hjalta. Í laginu Push it to Monday er fjallað um eitt af mínum aðaláhugamálum: Að fresta hlutunum.
Þriðjudagur:
Gleðisveitin Partí - Þriðjudagskvöld
Það hafa verið samin mörg lög verið um föstudags- og laugardagskvöld en ekkert um þriðjudagskvöld.
Miðvikudagur:
John Frusciante - Wednesday's song
John Frusciante er best þekktur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chilli Peppers en fáir vita að hann er einn besti núlifandi gítarleikari þessar jarðar sem við sofum á. Ef þú vilt sjá ljóisð mæli ég með tónleikunum Live at Slane Castle. Enn færri vita þó að hann er búinn að eiga mikinn feril sem svefnherbergistónlistarmaður, hendandi saman lögum í heimastúdíóinu sínu.
Fimmtudagur:
David Bowie - Thursday's Child
Ég var að leita að einhverjum sniðugum lögum um fimmtudaga þegar ég allt í einu datt á þetta lag sem ég var alveg búinn að gleyma. Þetta lag er frá 1999 og sýnir að meistari Bowie getur þetta alveg. Ég læt myndbandið fylgja með sem mér þykir vera algjör snilld.
Föstudagur:
The Cure - Friday I'm in Love
Var eitthvað annað í boði?
Laugardagur:
Whigfield - Saturday Night
Hvað er gott lag? Er það lag sem að drífur alla á dansgólfið? Er það lag sem gefur manni ótrúlegt nostalgíukast? Er það lag sem saminn var sérstakur dans við þannig að allir geti litið út eins og hálfvitar á meðan?
Saturday Night svarar öllum þessum spurningum játandi. Er það þá gott lag? NEI!
Sunnudagur:
The Chemical Brothers - Where Do I Begin
Sunday morning
I'm waking up
Can't even focus on a coffee cup
Don't even matter who's bed I'm in
Where do I start?
Where do I begin?
Ultimate sunnudagsþynnkulagið. Lagið lýsir alveg hvernig manni líður eftir gott laugardagskvöld fullt af djammi og dansi(Saturday Night dansinum jafnvel?). Á svona sunnudögum langar manni bara að skríða upp í sófa og horfa á Formúluna eða Star Trek.
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment