Friday, November 2, 2007

Topp 5 lög til að hjúkra við - Brynja (gestalisti)

Brynja Steinunn Gunnarsdóttir er með gestalistann að þessu sinni. Hún er ekki bara meðleigjandi minn hér á Akureyri heldur líka bekkjarsystir mín hér á 2.árinu í hjúkrunarfræðinni í HA. Svo bjuggum við líka í London á sama tíma en það var einmitt þar sem ég sannfærði hana um að fara í hjúkrunarfræðina ári fyrr en hún hafði planað svo hún gæti búið með mér. Lucky her! :) Hér kemur hennar listi....

5. Heartbeats- Jose Gonzalez og The Knife
Þetta er mesta „feel good“ lagið sem ég veit um. Það er svo gott að hlusta á heartbeats t.d heima í rólegheitum, í partíi, í strætó, á heilbrigðisstofnunum....bara EVERYWHERE. Þetta hefur verið eitt af uppáhaldslögunum mínum í langan tíma og langaði mér bara deila því með ykkur. Sem verðandi hjúkrunarfræðingur segi ég að allir sem vilja koma heilsunni í lag, bæði líkamlega og andlega, þeir eiga að hlusta á heartbeats.

4. Erotic city - Prince
Þetta er svooo skemmtilegt lag, að ég ætla að reyna finna það, download-a og svo bara blasta í næsta hjúkkupartíi. Sem verðandi hjúkka þá segi ég að það getur verið mjög góð hreyfing að hrista rassinn yfir Prince!!

3. Collarbone - Fujiya & Miyagi
Mjög gott lag, sem fangar athygli manns því textinn er mjög skemmtilegur. Þetta lag fékk að hljóma ósjaldan þegar við brilleruðum í gegnum klásus...good times.....Sem verðandi hjúkka þá segi ég að allir sem vilja kunna anatómíuna sína verða að hlusta á þetta lag.

2. Sexual healing- Marvin Gaye
Maður verður að hafa smá sexual healing ef teljast skal góður hjúkrunarfræðingur. Var að horfa á myndbandið á youtube og þar fór Mr. Marvin í sleik við eina hjúkkuna...það er ein leið til að láta sér batna.....Þannig að sem verðandi hjúkrunarfræðingur þá segi ég að allir hafa gott af smá sexual healing.

1. Everything comes down to poo - Scrubs
Við sambýlingarnir vorum að borða kvöldmat eitt kvöldið, rosa góður og fágaður matur, vorum með kertaljós, bara svona eins og venjulega;) Og svo var tölvan auðvitað upp á borði og dinnerþátturinn að þessu sinni var scrubs. Það lá við að við köfnuðum á fágaða matnum því við hlógum svo mikið, þurftum að taka okkur pásu frá borðhaldi til að horfa á þáttinn. Sem verðandi hjúkka þá segi ég að maður á ekki að borða og hlægja sig máttlausa á sama tíma-it could be dangerous!! "Our number 1 test is your number 2"

No comments: