Friday, November 9, 2007

Topp 5 lög til að skrifa etnógrafíu við - Kristín Gróa

Nú hef ég aldrei skrifað etnógrafíu og þó ég þekki ónefndan mastersnema í mannfræði náið þá er ég hrædd um að listinn minn sé fullur af ályktunum um mannfræðinga sem byggðar eru á vanþekkingu og ályktunum. Here goes...

5. Toto - Africa

Dettur ekki öllum í hug frumstæðir ættbálkar í Afríku þegar þeir heyra orðin "mannfræðingur" og "etnógrafía"? Þetta hlýtur þá að smellpassa inn í þá stereótýpu.

4. Fela Kuti - Confusion

Svo við höldum okkur við Afríkuþemað þá er ekki úr vegi að hlusta á smá african beat þegar verið er að skrifa etnógrafíu. Þetta er líka svona að mestu leyti instrumental og það litla sem er sungið er á ókunnu tungumáli svo það er hægt að einbeita sér að etnógrafíunni án teljandi truflana.

3. Pulp - Common People

Hresst lag um ríka stelpu sem vildi stúdera fátæka fólkið og búa eins og það. Er það ekki dálítið eins og að fara í frumskóginn og búa meðal frumbyggjanna? Ég veit reyndar um einn mannfræðing sem myndi heldur vilja sjá þetta lag hér í flutningi ákveðinnar Star Trek hetju en það er nú annað mál ;)

2. Björk - Human Behaviour

If you ever get close to a human... and human behaviour...

Nafnið og textinn segja auðvitað allt sem segja þarf.

1. Nick Cave & The Bad Seeds - People Ain't No Good


Lag fyrir mannfræðinginn sem er búinn að stúdera mannkynið og hefur því miður bara komist að þeirri niðurstöðu að fólk er bara handónýtt. Ég þekki bara einn mann sem leggur það í vana sinn að skrifa etnógrafíur og hann er líklegri til að spila Nick Cave en flest annað svo ég held að þetta verði bara að vera topplagið mitt að þessu sinni :)

No comments: