Wednesday, November 28, 2007

PJ Harvey


PJ Harvey er ekta suddarokkari og kannski er það þess vegna sem ég fíla hana betur en flestar aðrar sólótónlistarkonur. Mér hefur alltaf fundist hún vera kvenkyns Nick Cave en kannski er það bara af því hann er líka suddarokkari og þau voru einu sinni saman. Hún var allavega að gefa út plötuna White Chalk í haust sem ég keypti á flugvellinum í Moskvu af öllum stöðum (Rússar hlusta greinilega ekki bara á júrópopp þó ég hafi verið sannfærð um það fram að þessu). Ég veit ekki alveg hvaða dóm ég legg á þessa plötu því ég er bara búin að hlusta á hana nokkrum sinnum og hef á tilfinningunni að maður fatti hana ekki fyrr en eftir ítrekaða hlustun. Platan er allavega rosalega róleg svo ef maður er að vonast eftir rokki og róli þá er betra að hlusta á eitthvað annað. Ég held samt að ég sé að fíla þetta...

PJ Harvey - Highway '61 Revisited af Rid Of Me
PJ Harvey - The Devil af White Chalk

PJ Harvey á MySpace

1 comment:

Krissa said...

Hmm, ég ætla að leyfa mér að halda í þá trú mína að rússarnir hlusti bara á júrópopp. Þú fékkst diskinn á flugvellinum you see, þeir eru bara að passa upp á úgglendingana - að þeir geti keypt e-ð við sitt hæfi ;)