Friday, November 23, 2007

Dagalög - Zvenni

Mánudagur
I Dont Like Mondays - The Boomtown Rats
(you tube tengill)

Sagan á bak við þetta lag heyrði ég að væri um stúlku í breskum skóla sem birtist einn morguninn í skólanum sínum með skotvopn og hleypti af á fjöldann. Þegar hún var spurð út í ástæðuna á bak við verknaðinn á hún að hafa svarað "I dont like mondays...".
Átti þetta lag á "Guitar Rock" safndisk sem ég keypti mér stuttu eftir fermingu, máski ekki mikið um gítar eða rokk í gangi en ágætis lag engu að síður.

Þriðjudagur
Þriðjudagskvöld - Gleðisveitin Partí
(you tube tengill)

Þriðjudagurinn með öllum sínum hasar, spennu og eftirvæntingu tjáður af Gleðisveitinni Partí.

Miðvikudagur
Wednesday Morning, 3 A.M. - Simon & Garfunkel
Fáir hafa rænt áfengisverslun á miðvikudegi á jafn ljúfan og innilegan hátt og Simon og Garfunkel.

Fimmtudagur
Townes Van Zandt - Like a Summer Thursday
Er nýbúinn að uppgötva kauða, einhvers konar köntrí/folk/kult gaur. Hefur tekið dúetta með ekki ómerkari fólki en Lyle Lovett og EmmyLou Harris. Ekki slæmt.

Föstudagur
Friday on My Mind - David Bowie
Afbragðs stuðlag til að koma sér í gírinn fyrir helgina í hressri útgáfu Bowies.

Laugardagur
The Ghosts Of Saturday Night (After Hours At Napoleone's Pizza House) - Tom Waits
Hvar hafa laugardagar lífs míns lit sínum glatað?
Kvöldið á enda og aðeins leifarnar eftir. Stundum á maður bara að fara heim eftir Dillon.

Sunnudagur
Sunday Morning Coming Down - Kris Kristofferson
Sunnudagsmorgunstilvistarkreppuþynnkusöngur. Þegar allt þetta slæma yfirtekur hugann.

On the Sunday morning sidewalk,
Wishing, Lord, that I was stoned.
'Cos there's something in a Sunday,
Makes a body feel alone.
And there's nothin' short of dyin',
Half as lonesome as the sound,
On the sleepin' city sidewalks:
Sunday mornin' comin' down.


Árni... hvað vorum við að pæla með að beila á honum í höllinni?

3 comments:

Anonymous said...

Ég bara skil ekki þetta framtaksleysi í okkur að hafa sleppt Krissa...fátt meira pirrandi en að vera á bömmer yfir því sem maður gerði ekki

Erla Þóra said...

En fyndið að þið skulið báðir vera með Kris kallinn á listanum ykkar, ég er einmitt búin að vera að hlusta á hann svo mikið núna í vikunni.

Afskaplega skemmtilegir listar hjá ykkur öllum annars.

Örvar said...

Vildi bara hrósa ykkur fyrir mjög skemmtilegt blogg.

I don't like Mondays er nú meira en ágætislag og þegar þú tekur myndbandið með er þettat hreint meistaraverk.

Svo má nú ekki gleyma þriðjudagskvöldinu með Fóstbræðrum, alveg búinn að gleyma þessu lagi og nú er mig farið að hlakka til þriðjudagskvölds...