Friday, December 14, 2007
Aksturslög - Zigs
Gestalistamaður vikunnar hefur átt tvær bifreiðar á ævi sinni og ekið í vel yfir áratug, hér er innlegg hans.
Það fer algjörlega eftir skapi hvað ég hlusta á í bílnum, allt frá Pink Floyd upp í argasta metal, en þessi lög klikka ekki:
You Can't Always Get What You Want - The Rolling Stones
Þetta lag lætur mér líða betur þegar ég lendi á enn einu rauðu ljósinu eftir að hafa verið fyrir aftan einhvern þrolla keyrandi á 50 á vinstri akrein milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
L.A. Woman – The Doors
Groovy lag. Roadhouse Blues kom einnig til greina en þetta varð fyrir valinu enda textinn mun betri.
Stargazer - Rainbow
Magnaður andskoti frá meisturunum Blackmore og Dio.
Turn the Page – Metallica
Lag frá 1973 eftir Bob Seger sett í nýjann og miklu betri búning. Bendi líka á lagið Astronomy eftir Blue Oyster Cult af sömu plötu (Garage Days) fyrir áhugasama.
Bohemian Rhapsody – Queen
Þegar margir eru saman komnir í bíl þá klikkar þetta lag ekki enda ómögulegt að syngja ekki með. Hver man ekki eftir atriðinu úr myndinni Wayne’s World?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment