Wednesday, December 12, 2007
Jólagjöf frá Okkervil River
Það eru víst heitustu fréttirnar í dag að ein af hljómsveitum ársins, hin frábæra Okkervil River, var að setja saman coverlagasafn sem er hægt að ná í ókeypis á heimasíðunni þeirra. Húrra! Svona á að gera! Þeir kalla þetta Golden Opportunities Mixtape og þarna má finna sjö coverlög og eitt alveg orginal Okkervil River lag. Tracklistinn er:
1. April Anne eftir John Phillips
2. Simon Smith And The Amazing Dancing Bear eftir Randy Newman
3. I Want To Know eftir Charles F. Olsen og Ed Sanders
4. Do What You Gotta Do eftir Jimmy Webb
5. I Came Here To Say I'm Going Away eftir Serge Gainsbourg
6. The Blonde In The Bleachers eftir Joni Mitchell
7. Antarctica Starts Here eftir John Cale
8. Listening To Otis Redding At Home During Christmas eftir Will Sheff sjálfan
9. Solo eftir Sandy Denny
Eftir hverju eruði að bíða? Náið í þetta strax!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment