5. Deep Purple - Highway Star
Þetta er svona háhraða-þjóðvega-glannaaksturslag með kick-ass gítarsólói. Það er ekki hægt að hlusta á þetta og keyra á löglegum hraða.
4. Foghat - Slow Ride
Maður getur ekki alltaf farið hratt og þá er gott að hlusta á þetta lag til að viðhalda réttum krúshraða. Maður verður bara að passa sig að hunsa það að hversu tvíræður og sleazy textinn er...
3. Bright Eyes - Another Travelin' Song
Þetta er náttúrulega roadtrip lagIÐ! Svakalegasta roadtrip sem ég hef farið í var þegar ég fór með Krissu og Vigga hringinn á einni helgi og við náðum að sjá Sigur Rós tvisvar og Belle & Sebastian einu sinni. Þetta var pottþétt lag helgarinnar og ég get ekki lýst svipnum á þýsku túristunum við Dettifoss þegar við opnuðum allar dyr á bílnum, settum þetta lag í botn og dönsuðum svo kjánadans fyrir utan. Ahhh good times!
2. Modern Lovers - Roadrunner
Þegar ég er að keyra og hlusta á þetta lag þá gef ég ósjálfrátt í, lem höndunum í stýrið og geri bestu Jonathan Richman eftirhermuna mína. It ain't pretty but it sure is fun.
1. War - Lowrider
Þetta er og verður hið fullkomna aksturslag. Ég gleymi aldrei þegar við vorum fimm í amerískum kagga að rúnta ooooofurhægt um Kirkjubæjarklaustur og hlusta á þetta lag í botni. Það var í senn svo töff og svo hallærislegt.
Friday, December 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
"með kick-ass gítarsólói"
Vá hvað ég bjóst ekki við þessu frá þér! Góður listi ;)
Post a Comment