
Nú eru öll vefritin að birta árslistana sína og það eru nokkuð skýrar línur í þessu þó listarnir séu engan veginn eins. LCD Soundsystem, M.I.A., Radiohead, Panda Bear, Battles, The Field, The National, Spoon, Animal Collective, Lil Wayne, Kanye West og Miranda Lambert skora í flestum tilfellum mjög hátt. Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa lista er að kynna mér þá tónlist sem hefur farið algjörlega fram hjá mér en skorar hátt á árslistunum.
Þar á meðal er hljómsveitin Blitzen Trapper frá Portland sem ég er alveg orðlaus yfir að ég skuli hafa misst af. Ég tók eftir henni á árslistunum og rak svo augun í plötuna þeirra Wild Mountain Nation í Skífunni í gær þannig að ég ákvað að ná í nokkur lög í gærkvöldi. Þetta lofar hreint út sagt mjög góðu og ég held ég drífi mig bara aftur í Skífuna í kvöld og fjárfesti í þessari plötu.
Blitzen Trapper - Wild Mountain Nation
Blitzen Trapper - Devil's A-Go-Go
Blitzen Trapper á MySpace
No comments:
Post a Comment