5 The Ramones - Beat on the Brat
Verður maður ekki að byrja þar sem að garðurinn er lægstur? Ég held að það sé fínt að byrja á Ramones og ég myndi velja Beat on the Brat sem er eitt uppáhaldslagið mitt með þeim.
4 Daft Punk - Technologic
Í minni útgáfu yrði þetta rólegt kassagítarslag með hægri uppbyggingu og myndi enda í algjöru psychedelic sýrutrippi sem myndi skilja hlustandann eftir hugsandi: "Hvað er á seyði í nútímasamfélaginu?!?"
3 Radiohead - No Surprises
Ég kann næstum því að spila stefið í þessu lagi. Einu sinni kunni ég það meira segja alveg næstum því, vantaði bara pínkupons upp á. Klárlega mitt lag.
2 Tricky - Overcome / Massive Attack - Karma Coma
Ég væri til í að gera enn eina útgáfu af þessu lagi. Líkt og með fyrri tilraunum myndi ég eingöngu halda textanum eftir, myndi jafnvel færa viðlagið til og svona en ég myndi passa að hafa vel grúvandi bassalínu.
1 Be Your Husband
Eina lagið sem ég hef coverað sjálfur. Mér fannst það takast bara frekar vel hjá mér og fékk ég vel borgað fyrir það gigg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment