Þar sem formið er topp 5 skelli ég inn fimm lögum sem mér fannst góð frá árinu 2007. Fleiri hefðu átt að komast að bla bla en þetta verður bara að vera svona.
No Pussy Blues með Grinderman
Hef lengi verið hallur undir Cave og með Grinderman sýnir hann gamla og grófa takta sem ekki hefur borið mikið á síðustu ár. No Pussy Blues er dæmi um suddahliðina á Cave sem hefur fylgt honum frá upphafi í ástralska pönkinu í The Boys Next Door og The Birthday Party.
Svo er myndband við lagið ansi magnað. Erfitt að finna svalari band.
Elephant Gun með Beirut
Lon Gisland EP kom út í lok janúar á þessu ári svo hún sleppur. Það tók mig soldinn tíma að grípa kauða en það hófst á endanum og í lok ársins situr hann fast eftir.
Postcard To Nina með Jens Lekman
Fattaði Lekman fyrir alvöru í blábyrjun ársins, sá hann í Norræna glerhýsinu í sumar og svo kom Night Falls Over Kortedala út stuttu seinna, en var búna rekast á þetta lag í live útgáfu áður. Finnst það eiginlega betra svona live með útskýringum og allri sögunni.
Intervention með The Arcade Fire
Veit eiginlega ekki hvað á að segja um þetta lag, en þessi live klippa sýnir kraftinn í bandinu og Wim sem frontara í ham.
Scenic World (Version) með Beirut
Uppáhaldslagið mitt með Beirut. Fannst útgáfan á Gulag Orkestar fín en það vantaði samt eitthvað. Það kom á EP plötunni.
Friday, December 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment