Friday, December 7, 2007

Lög til að covera

Þetta eru ekki allt lög eða flytjendur í sérstöku uppáhaldi en lög sem gaman væri að covera og ef til vill reyna að gæða nýju lífi.


Faith Of The Heart - Diane Warren
Sama hvað aðrir segja þá hef ég trú á þessu lagi, flutningurinn og textinn er máski ekki upp á margar kartöflur en það er eitthvað við það, eittvað falið á bak við sem þarf að draga út í dagsljósið.

Fell In Love With A Girl - White Stripes
Langar að hægja og einfalda þetta lag, draga fram textann á einfaldari og tregameiri hátt. Yrði fínt akústik raul.

The Long Black Veil - Danny Hill
Hið endanlega Johnny Cash lag. Þó hann hafi ekki samið það hefur lagið öll einkenni hans, Glæpur, svik, dauði og eftirsjá. Hann syngur frá sjónarhóli manns sem hefur gert eittvað af sér en á samt sem áður samúð hlustandans. Dapurt, einlægt og ákaflega heillandi.

Vorkvöld í Reykjavík - Sigurður Þórarinsson / Evert Taube (í flutningi Gildrunnar)
Bara að gera heiðarlega (og líklega misheppnaða) tilraun til að halda í við rokkröddina í laginu er þess virði að takast á við það. Stemmningin í flutningnum er svo mögnuð að það hlýtur að vera massíf rokkupplifun að taka það.

jag ar inte arg - bob hund
Skil textann í raun ekki í þaula en þó nokkurn veginn, en það er einhver lágstemmdur en djúpur drami og dýpt í laginu, einhvers konar barnaleg viska.

No comments: