
Ég rakst á alternative útgáfu af laginu
Paper Planes með M.I.A. í gærkvöldi og það er alveg frekar súrrealískt að hlusta á hana. Þetta er nefnilega alveg eins og albúm útgáfan nema það vantar byssusándið í kórusnum og hún syngur það í staðinn. Það hljómar ekkert smá skringilega... stúlkan hefur augljóslega fengið vitrun þegar hún ákvað að breyta þessu. Mér finnst byssuhljóðið einmitt gera þetta svo töff!
M.I.A. - Paper Planes (Alternate Version)M.I.A. á MySpace (ekki fyrir flogaveika)
Annað lag sem mig langar að deila með ykkur er lag sem ég hlustaði dálítið mikið á í síðustu útlegð. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst þetta lag einhvernveginn smella. Hljómsveitin heitir Misha og ég veit svo sem ekki meiri deili á þeim en það er vel þess virði að tékka á þessu.
Misha - ScarsMisha á MySpace
2 comments:
Þessi útgáfa fer alveg nett í taugarnar á mér. Kannski er ég of vanur hinu?
Já það er örugglega hluti af ástæðunni en hinn hlutinn er að þetta er bara ferlega glatað svona!
Post a Comment