Friday, December 21, 2007

Topp 5 indíjólalög - Kristín Gróa

Ég er kannski á hálum ís með "indí" skilgreininguna á þessum lista en ég held þó að þetta sleppi.

5. The White Stripes - Candy Cane Children


Einn rokkari til að byrja þetta. Ég ætla að fóðra indíið með því að þau hafi enn verið hjá indíútgáfu þegar þetta lag var tekið upp.

4. Mogwai - Christmas Song

Ótrúlega jólalegt lag þrátt fyrir að þetta sé Mogwai og þar með enginn söngur. Tilfinningin kemst alveg til skila þó orðin vanti.

3. Sufjan Stevens - Sister Winter

Ég get auðvitað ekkert sleppt því að hafa jólalagameistarann sjálfan á indíjólalistanum. Þetta lag er svo ótrúlega fallegt að það rétt hafði vinninginn framyfir That Was The Worst Christmas Ever! sem ber þó óumdeilanlega skemmtilegri titil.

2. Sally Shapiro - Anorak Christmas

Ítalódiskójól? Já takk!

1. Low - Just Like Christmas


Það er bara eitthvað í þessu lagi sem smellpassar inn í mig. Það er ljúfsárt og í raun ekkert um jólin en samt er það jólalegt með sleðabjöllum og öllu. Fyrst og fremst fallegt lag, jólaparturinn er algjört aukaatriði.

No comments: