Friday, December 28, 2007

Topp 5 lög ársins 2007 - Kristín Gróa

Að ætla að taka aðeins fimm lög af öllum þeim æðislegu lögum sem átt hafa hug minn allan þetta árið er geðveikislegt verk. Það er einhverra hluta vegna auðveldara að meta plöturnar því þá getur maður horft á heildarverkið en í tilfelli laganna þá henta mismunandi lög við mismunandi aðstæður, tilfinningar og tímabil. Þetta er því heiðarleg tilraun til að gera topp fimm lista þegar ég hefði helst viljað hafa hann topp fimmtíu.




5. The Arcade Fire - Intervention

Fimmta sætið er erfiðast því þar köttar maður af öll frábæru lögin sem komast ekki á listann. Eftir miklar vangaveltur hef ég þó komist að því að þessi hápunktur á annars frábærri plötu The Arcade Fire verði að vera á þessum lista þó það þýði að annars frábær lög eins og All My Friends, Phantom Limb, Melody Day, Bros o.fl. o.fl. komist ekki á lista.




4. Okkervil River - Our Live Is Not a Movie Or Maybe

Ég man varla eftir því að plata hafi byrjað með eins miklum hvelli. Þvílíkt opnunarlag! Trommurnar eru auðvitað alveg æðisgengnar og þegar Will Sheff hrópar "hú!hú!" þá er þetta bara búið.




3. Battles - Atlas

Þetta lag er öðruvísi en nokkuð annað sem ég hef heyrt. Þegar Vignir skámáglingur fór að hrópa á mig á msn einn daginn "þú verður að heyra þetta lag!!! það er best!!!" þá lét ég undan honum að gefa því séns og strax við fyrstu hlustun var ég alveg gobsmacked... og að reyna að sitja kyrr á meðan maður hlustar er bara vonlaus barátta. Útlimirnir fara bara ósjálfrátt að kippast til á fáránlegan hátt og það er góð tilfinning!




2. M.I.A. - Paper Planes


Ögrandi, umdeilt en um leið alveg rosalega fallegt lag. Samplið úr Clash laginu Straight To Hell er auðvitað algjör snilld en það eru byssuskotin og pengingakassinn sem gera útslagið og gera lagið ógleymanlegt. Það að MTV og fleiri hafi bannað byssuskotin er svo að missa pointið í laginu og öllu sem þar er verið að tala um að það er eiginlega alveg grátlegt.




1. The National - Fake Empire

Þetta er lag sem fær magann enn til að fara í rembihnút eftir marga mánuði í þéttri spilun. Varfærnislegt píanóintróið er ein besta byrjun á plötu lengi og svo tekur letilega röddin hans Matt Berninger við með orðunum Stay out super late tonight.... Það er einhver tilfinning í þessu lagi sem slær mig alveg út af laginu og það að lag geti látið mér líða svona verðskuldar toppsætið á listanum.

No comments: