Sunday, April 29, 2007

girls, girls, girls...


Sökum gífurlegs hressleika samfara hækkandi sól og yfirvofandi kosninga (með engu t-i) verður listi vikunnar skipaður girl bands! Býst ég við að sjá allavega 2 lista nefna Spice Girls, einn All Saints og helst einn The Pussycat Dolls...or summin' or nuffin'

Hljómsveitirnar þurfa þó ekki að vera all-girl bands. Eina reglan er að 'stelpnainnihald' þarf að vera >50% (sem er miklu skemmtilegra en að segja að yfir helmingur meðlima skuli vera stelpur). Og enga einyrkja...og hana nú!

Friday, April 27, 2007

Topp 5 bestu gítarsólóin - Kristín Gróa

Þetta var erfiðasti listinn hingað til, aðallega af því ég er almennt ekkert sérstaklega hrifin af sólóum. Það eru þó til undantekningar og sólóin á mínum lista eru þar frekar út af tilfinningunni á bak við þau heldur en vegna þess að þau séu spiluð af fingrafimum Eddie Van Halen týpum.

1. Neil Young - Cortez The Killer
Gítarleikari: Neil Young

Um leið og við ákváðum lista vikunnar vissi ég að þetta lag yrði í fyrsta sæti (úff veit ekki hversu oft ég hef hlustað á það). Það byrjar á rúmlega þriggja mínútna löngu gítarsólói sem er alveg out of this world. Hann tekur svo annað í sama stíl þegar lagið er rúmlega hálfnað og það þriðja fylgir svo undir lokin. Neil Young er kannski ekki besti gítarleikarinn tæknilega séð en hann bætir það svo margfalt upp með tilfinningu. Ég sver að mig verkjar þegar ég hlusta á þetta.

2. Jimi Hendrix - Voodoo Child (Slight Return)
Gítarleikari: Jimi Hendrix

Já ég veit, ég veit! Það er algjör klisja að setja Hendrix á gítarsóló lista en hvað sem ég reyndi þá gat ég bara ekki horft framhjá þessu lagi. Sólóið sem byrjar lagið er bara engu öðru líkt og það er líka löngu orðið klassískt... það vita allir hvaða lag þetta er og hver spilar um leið og fyrsta nótan hljómar. Hann er heldur ekkert búinn þar því hann hættir eiginlega bara ekkert að sólóast út lagið.

3. The White Stripes - Ball And Biscuit
Gítarleikari: Jack White

Ókei kræst hvað þetta er geðveikislegt sóló. Jack White er náttúrulega engum líkur og ég fæ alveg fiðring í magann af tilhugsuninni um hann og það er ekki síst vegna þess hversu magnaður gítarleikari hann er. Það má nú eiginlega segja að allt lagið sé eitt gítarsóló en hann gefur skyndilega í og tekur alvöru sóló sem endist nánast út lagið. Úff gæsahúð.

4. Cream - Sunshine Of Your Love
Gítarleikari: Eric Clapton

Fyrst Hendrix og nú Clapton, ég er greinilega ekki með frjóasta ímyndunarafl í heimi. Mér finnst bara sólóið í þessu lagi alveg rosa töff eins og lagið allt svo ég stóðst ekki freistinguna. Það var reyndar alveg mjög tæpt hvort þetta lag eða annað lag sem hann spilaði með Bítlunum kæmist á listann... skyldi einhver annar setja það lag á lista? ;)

5. Stephen Malkmus - No More Shoes
Gítarleikari: Stephen Malkmus

Stebbi bróðir benti mér á þetta lag fyrir nokkru síðan einmitt út af gítarsólóinu. Lagið er átta mínútur og þar af er mikill hluti sóló en samt virkar það og fyrir það eitt á það skilið sæti á listanum. Go Malkmus! Já og btw... allar athugasemdir um það að ég ætti að taka titil lagsins til mín eru illa séðar ;)

Topp 5 bestu gítarsólóin - Krissa

Ok, fyrirvari við listann: ég er ekki gítarsólóamanneskja! Hef aldrei verið og mun líklega aldrei verið! Pas du tout! En...here goes...

The Beatles - Something
Hands down 'syngjanlegasta' gítarsóló ever methinks! Sem er gott. Svo er það með ze Beatles. sem er líka gott. Svo spilar George Harrison það...sem er BEST!

Dire Straits - Sultans of Swing
Fáranlega gott lag af fáranlega góðri plötu! Svo minnir lagið mig líka á bæði systkini mín - sem er frábært :)

The White Stripes - Ball and Biscuit
Vá! bara vá! Ég elska þetta lag...og ég er engin gítarsólóa manneskja (langt orð!). Ég held að Jack White hafi bara náð toppnum þegar við Kristín sáum hann spila þetta á Glastonbury 2005 - sheize hvað hann var flottur og sheize hvað lagið er flott!

Radiohead - Paranoid Android

Johnny Greenwood did good :)

Django Reinhardt - Sweet Georgia Brown
Sweet Georgia hlýtur að mega teljast vera eitt langt gítarsóló - allavega fyrri hlutinn...eða svona þannig. Það er allavega sumarlegt og skemmtilegt og hresst og Django var góður að spila á gítar múaha

Honorable mention: klárlega Eagles - Hotel California...fyrir litlu systur :)

Topp 5 bestu gítarsólóin - Vignir

1. Led Zeppelin - Stairway to Heaven
Þetta hefur lengi verið uppáhalds sólóið mitt. Jimmy Page í mesta roknastuði lífs síns og manni finnst gítarinn vera með sína eigin rödd og texta. Það liggur við að fyrstu 5 mínúturnar og 56 sekúndurnar séu bara upphitun fyrir gítarsólóið sem er hámarkið á einu besta lagi allra tíma.

2. Jimi Hendrix - Little Wing
Það væri skrýtið að gera einhvern gítarlista án Jimi Hendrix. Virðist vera að það megi ekki gera þannig lista án hans. Little Wing er gullfallegt lag og eitt af því besta sem Jimi gerði. Svo er þetta lag eiginlega 2 og hálfs mínútna langt gítarsóló með einni rosalegustu byrjun sem til er.

3. Guns n Roses - November Rain
Slash á hérna alveg ótrúleg gítarsóló og ekki bara eitt, ekki tvö, heldur ÞRJÚ!. Eftir u.þ.b. þrjár mínútur byrjar Axl að syngja
I know it's hard to keep an open heart
When even friends seem out to harm you
og þá heyrir maður að Slash er að hita upp og gera sig ready og böstar síðan út alveg rosalegu sólói.
viiii diii vu vu dínú dínú dínú diiiiii diid diid didi diid diiii

og svo fær hann sér sígópásu og leyfir Axl aðeins að syngja og maður hugsar: "vóóóóóó! Djöfulli er Slash svalur! Ég ætla að fá mér hatt!" En þá var þetta bara fyrri parturinn og trommurnar undirbúa mann og Slash spilar skala. Svo kemur sóló númer 2:
víu viii væ nú ví vúúúúú
Stutt og gott, hann var greinilega ekki búinn. Axl syngur tregalega...
So never mind the darkness
We still can find a way
'Cause nothin' lasts forever
Even cold November rain

Svo koma strengirnir inn og svo kemur allt í einu píanó! En var lagið ekki búið!?!? Og Slash er að gera eitthvað... Annað sóló?
viii vi nú vi núú
viiiii viiii viii nú nú viiii
meeeedleeee meeedleee meeeeee

Meistaraverk Slash? Jafnvel....

4. Red Hot Chilli Peppers - Throw Away Your Television(live at Slane Castle)
Þetta lag er ekki jafn sterkt í stúdíó útgáfunni en það virðist líka vera þannig með RHCP lög. Það virðist vera að öll lögin þeirra njóti sín best í live útgáfum. Ég held að þar komi inn að þarna eru alveg ótrúlega færir tónlistarmenn, þ.á.m. John Frusciante sem er uppáhalds starfandi gítarleikarinn minn. Það eru reyndar allir alveg ótrúlega góðir í þessu lagi en meistari Frusciante er fremstur meðal jafninga.

Ég gæti haldið langa ræðu um snilli John Frusciante en ég bendi ykkur bara á þetta... Þið sjáið aldrei jafn mikla upplifun í manni að spila á gítar og þarna.



5. Smashing Pumpkins - Soma
Annað svona lag sem virðist vera bara eitt gott gítarsóló. Lagið er frábært og fallegt og tregafullt og Billy Corgan spilar úr sér hjartað í seinni hálfleik lagsins.

Það voru fullt af lögum sem komust ekki inn á hérna en sárast var að missa:
The Who - Young Man's Blues
John Frusciante - The Past Recedes
Sleater-Kinney - Let's Call it Love

Tuesday, April 24, 2007

Næsti listi

Ákveðið var um helgina í ölæði að velja ætti

Topp 5 bestu gítarsólóin!

meeeeeedleeeeeee - meeeeeedleeeee - meeeeeeee.....

Friday, April 20, 2007

Topp 5 mótmæla lög - Erla Þóra

1. Bob Dylan - The Times They Are A-Changing
"Come senators, congressmen, please heed the call.
Don't stand in the doorway. Don't block up the hall."

Það væri auðvitað bara ekki protest-song-listi nema að hafa allavega eitt Dylan lag á honum.


2. Pete Seeger – Where have all the flowers gone?

"Where have all the soldiers gone? Long time ago.

Where have all the soldiers gone? Gone to graveyards every one."


Svo 'haunting' rödd í manninum, jeez-louise!


3. Creedence Clearwater Revival - Fortunate Son

"Some folks inherit star spangled eyes,
Ooh, they send you down to war, lord,
And when you ask them, how much should we give?
Ooh, they only answer more! more! more!"


I love my Creedence :)


4. Nena - 99 Luftballoons

"99 Kriegsminister

Streichholz und Benzinkanister

Hielten sich fuer schlaue Leute

Witterten schon fette Beute."


Who knew að þetta væri protest song? Ábyggilega betur þekkt sem party song.


5. Black Sabbath - War Pigs

"Generals gathered in their masses

Just like witches in black masses

Evil minds that plot destruction

Sorcerers of death construction."


Ég er nú enginn brjálaður Sabbath fan en þetta lag grúvar :)

Topp 5 mótmæla lög - Krissa

1. The Beatles - Taxman
"Now my advice for those who die,
declare the pennies on your eyes.
'Cause I’m the taxman,
yeah, I’m the taxman.
And you're working for no one but me."

Ef ég yrði einhvern tíma fjármálaráðherra myndi ég gefa fyrstu fjárlögin 'mín' út með textanum við taxman framan á...og stóru rauðu x-i yfir múaha :)

2. Bright Eyes - When the President talks to God
"When the president talks to God
I wonder which one plays the better cop
We should find some jobs. the ghetto's broke
No, they're lazy, George, I say we don't
Just give 'em more liquor stores and dirty coke
That's what God recommends"

Bright Eyes fan or not, Bush supporter or not þetta er gott lag með frábærum texta :)

3. The Clash - London Calling
"The ice age is coming, the sun is zooming in
Engines stop running and the wheat is growing thin
A nuclear error, but I have no fear
London is drowning-and I live by the river."

Byrjunin, trommurnar og textinn - þetta er bara frábært lag :)

4. John Lennon - Happy Xmas (War is Over)
"And so this is Christmas
for weak and for strong
for rich and the poor ones
the world is so wrong"

Jebus - ég fæ alltaf gæsahúð/hroll þegar ég heyri kórinn koma inn í lagið...Hvernig fer maður að því að búa til mótmælalag sem er líka ógó pógó gott jólalag? Þetta er allavega jólalagIÐ mitt!

5. Rage Against the Machine - Bulls on Parade
"Weapons not food, not homes, not shoes
Not need, just feed the war cannibal animal."

Ahh...hélduð þið að ég gerði mótmælalagalista án Dylan eða RATM? Neibb, ekki hægt!

Vá ég man ennþá hvað ég var fúl yfir að vera ekki nógu gömul til að fara á RATM þegar þeir komu til lands íss og snjós. Þeir eru náttúrulega alltaf reiðir og að mótmæla einhverju þannig að maður gæti þannig séð valið hvaða lag sem er með þeim en þetta er allavega eitt af mínum uppáhalds!

Topp 5 mótmælalög

1. Billie Holiday - Strange Fruit
Southern trees bear strange fruit
Blood on the leaves and blood at the root
Black bodies swinging in the southern breeze
Strange fruit hanging from the poplar trees


Ég sver að ég fæ hroll í hvert skipti sem ég heyri þetta lag. Þarna er að verið að syngja um "lynching", þ.e. þegar svartir menn voru hengdir og jafnvel brenndir.

2. Sam Cooke - A Change Is Gonna Come
It's been a long, a long time coming
But I know a change gonna come


Aftur er verið að syngja um kynþáttaofsóknir í Bandaríkjunum. Þetta lag er svo tregafullt en um leið fullt af von um betri tíð og Sam Cooke syngur það ótrúlega fallega.

3. Bob Dylan - The Times They Are A-Changing
Come senators, congressmen
Please heed the call
Don't stand in the doorway
Don't block up the hall


Það er úr nógu að velja þegar kemur að mótmælalögum Dylans og þetta er kannski meira svona "call to arms" lag heldur en bein mótmæli. Ég lít samt á þetta sem mótmæli gegn eldri kynslóðinni á þessum tíma og tregðu þeirra til að breytast og aðlagast breyttum heimi.

4. Neil Young - Ohio
Tin soldiers and Nixon coming
We're finally on our own
This summer I hear the drumming
Four dead in Ohio


Fjallar um það þegar fjórir nemendur létust eftir að hafa verið skotnir af lögreglunni á mótmælum gegn innrás Bandaríkjahers inn í Kambódíu. Þetta lag spilaði Neil Young upphaflega með CSN&Y en það var samið og sungið af honum sjálfum svo ég eigna honum það bara. Hér er það í frábærri live útgáfu af Live At Massey Hall 1971.

5. The Specials - Ghost Town

Government leaving the youth on the shelf
This place, is coming like a ghost town
No job to be found in this country


Hérna var verið að mótmæla miklu atvinnuleysi á stærstu iðnaðarsvæðunum í mið- og norður Englandi í stjórnartíð Margaret Thatcher. The Specials komu frá Coventry þar sem atvinnuleysið fór yfir 20% á þessum tíma.

Topp 5 protest songs - Viggi

1. Creedence Clearwater Revival - Fortunate Son
Some folks inherit star spangled eyes,
Ooh, they send you down to war, lord,
And when you ask them, how much should we give?
Ooh, they only answer more! more! more!


Þetta lag fjallar um Víetnam eins og flest góð protest lög. Hr. Fogerty kvartar hér yfir að fína fólkið þurfti ekki að blæða fyrir skoðunum sínum heldur gátu þeir sent þá fátæku og verr stöddu.

2. Country Joe - Feel Like I'm Fixin To Die Rag
And it's one, two, three, what are we fighting for
don't ask me I don't give a damn, next stop is Viet Nam
And it's five, six, seven, open up the pearly gates
ain't no time to wonder why, whoopee we're all gonna die

Mér finnst þetta vera svona quintessential protest song. Gaur með kassagítar á Woodstock og vel pirraður en ætlar að bjarga heiminum með gítarnum.

3. Rage Against The Machine - Testify
Mister anchor assure me
That Baghdad is burning
Your voice it is so soothing
That cunning mantra of killing

Þetta lag er svo gott!!! Eins og öll platan Battle of Los Angeles. Zach de la Rocha er svo reiður í þessu lagi. Jafnframt er þetta lag eitt besta fyrsta lag á plötu sem til er!

4. Edwin Starr - War
War...huh...yeah
What is it good for?
Absolutely nothing

Yfirleitt er ekki svona gott grúv í mótmælalögum. Styðþetta! :D

5. Beastie Boys - Fight For Your Right
You've gotta fight
for your right
to PAAAAAARTAY!

Eina ástæðan fyrir því að þetta er hérna er af því að Bob Dylan samdi þetta sem mótmælalag

Wednesday, April 18, 2007

Næsti listi

Næsti listi er....

trommur...

Topp 5 protest songs!

Það er rétt! Það þarf bara einhver að vera fúll út af einhverju, helst einhverju meira og stærra en stöðumælasekt...

Friday, April 13, 2007

Topp 5 vorlög sem fá mann til að langa að hlaupa um í grasinu og kasta frisbí og minna mann á að lífið er ekkert svo slæmt sko! - Krissa

Úff púff hvað er erfitt að velja bara 5!!! But here goes:

The Cure - Close to Me
"I never thought this day would end
I never thought tonight could ever be
This close to me"

The definitive summer song! Robert Smith að vera hress - sem er náttúrulega oxymoron út af fyrir sig :) Allavega þetta er líka lagið sem er svo gaman að dansa við með Kristínu á sumrin...sérstaklega í stofunni á Freyjunni :)

Maus - 90 kr perla
"En ég vill endurgreiðslu, því þetta er gallað lag!
Það grúvar ekki neitt og það er erfitt að dansa við það!"

Er ekki kominn tími á íslenskt lag? Þetta er hressasta lag í heimi! Og það er líka um frábært lag 'n all. Og mér hefur alltaf fundist röddin í Bigga flott!
90 kr. perla er líka the original dillirassalag. Það kom á undan Know Your Onion! með Shins og allt!

Það tók mig reyndar þónokkurn tíma að sætta mig við að hann syngur 'ég vilL endurgreiðslu' en ekki 'vil' - en hey...það sem maður fyrirgefur ekki fyrir ofursumarleg dillirassalög!

Kings of Leon - Milk

"She had problems with drinking milk
and being school tardy
She'll loan you her toothbrush
She'll bartend you party"

Ahhh 10 tíma lestarferðir með skemmtilegum stelpum, slatti af skemmtilegum N-írskum ferðafélögum, share-uðum ipodum og Kings of Leon! Hressleiki í hámarki! Góðar minningar :)

Yann Tiersen - Soir de Fête


"I love Paris in the springtime..." er SVO satt! Ég náði að búa í Frakklandi í hálft ár án þess að fara til París. Svo náði ég á þrjóskunni að halda það út í 3 ár í viðbót. Svo í fyrravor sprakk ég og fór í þónokkura daga ferð með unnustanum - nýbúin að fá hann heim eftir Kanadaútlegð - og VÁ hvað París er best! Soir de Fête var klárlega lag ferðarinnar og við klöppuðum með þegar við rauluðum það úti á götu og vorum bara kjánaleg í alla staði - það er fáranlega gaman!

Ferðin var með bestu ferðum sem ég hef farið í á ævinni og lagið minnir mig alltaf á ferðina. Þ.a.l. hlýtur lagið að vera eitt af mest vorlögunum! :)

Justin Timberlake - My Love
"If I wrote you a symphony
Just to say how much you mean to me
what would you do?"

Mér hefur alltaf fundist JT vera æði pæði! Fyrri diskurinn var 50:50 góður:ekki svo góður. En nýji er bara æði æði æði! Þessvegna er líka heppilegt að hann ætlar að spila í París kvöldið eftir að ég flýg út í maí! Og að ég á miða á besta stað! SKVÍT! Ætla að hlusta á þetta nonstop þangað til!

Það er reyndar smá svindl, a few honourable mentions:
The Beatles - Here Comes the Sun (of course!), Tv on the Radio - Wrong Way, Fujiya & Miyagi - Collarbone, Donovan - Colours, The American Analog Set - Know by Heart, Elbow - Mexican Standoff

Topp 5 vorlög sem fá mann til að langa að hlaupa um í grasinu og kasta frisbí og minna mann á að lífið er ekkert svo slæmt sko! - Kristín

1. The Beach Boys - Good Vibrations
I'm pickin' up good vibrations
She's giving me excitations


Beach Boys = vor og sumar all rolled into one:)

2. Van Morrison - Brown Eyed Girl
Laughin' and a runnin'
Skippin' and a jumpin'


Það mætti halda að ég væri mesti Van Morrison aðdáandi í heimi miðað við hversu oft hann virðist ætla að dúkka upp á listunum mínum. Hann er nefnilega ekki bara rauðhærður heldur hefur hann gert eitt vorlegasta lag allra tíma. Ahh svo gaman!

3. Desmond Dekker - Intensified Festival 68
We're having a party
I hope you are hearty


Hvar væri vorið ef maður hefði ekki eins og einn Jamaican til að koma manni í gírinn?

4. Lily Allen - LDN
Sun is in the sky, oh why oh why
Would I wanna be anywhere else?


Þetta lag fær mig bara til að brosa og minnir mig þar að auki auðvitað á London þó lýsingarnar á borginni séu reyndar ekki beint fagrar. Viðlagið bætir það samt svo margfalt upp!

5. Violent Femmes - Blister In The Sun
When I'm out walking
I strut my stuff
And I'm so strung out


Já og að lokum er það smá Violent Femmes... þetta er náttla klassík.

Topp fimm bestu vorlögin sem fá mann til að langa að hlaupa um í grasinu og kasta frisbí og minna á að lífið er nú bara ágætlega skemmtilegt - Vignir

1. Modest Mouse - Float On
Þetta finnst mér vera eitt skemmtilegasta vorlag í heimi. Lagið er alveg frábært, gott vorgrúv í því og svo er Isaac Brock óeðlilega jákvæður í þessu lagi.

2. Led Zeppelin - Rock & Roll
Þetta lag er svoleiðis ekki rangnefnt! Frábært lag sem fer strax af stað og kemur manni í góðan fíling. Manni langar mest að vera í rauðum Cadillac blæju(with the top down) að keyra í gegnum eyðimörkina á leiðinni til Las Vegas. We can't stop here! This is bat country!

3. Gus Gus - Believe
Þetta lag minnir mig á að vera 14-15 ára pjakkur og hlusta á Polydistortion og Homework með Daft Punk þangað til að það komu göt á diskana! Lagið eldist líka alveg rosalega vel og er ennþá algjör snilld

4. Herbert - Something Isn't Right
Ég er bara alls ekki frá því að þetta sé vorlagið mitt í ár. Ég er reyndar alveg vel seinn á fattinu en... all is well that ends well :)

5. Yann Tiersen - Soir de fête
Þetta lag er nú held ég bara það persónulegasta á listanum. Seinasta vor var held ég bara það skemmtilegasta sem ég hef átt. Þá fór ég líka í fyrsta skipti til París með unnstunni minni. Sú ferð er einhver sú best heppnaðasta ferð sem ég hef nokkurn tímann farið í og eru allar klisjur um "Paris in the Springtime" bara dagsannar. Það eru allir afslappaðir og laid back, ástfangnir og í sleik. Þetta varð síðan lag ferðarinnar og tróðum við aldeilis oft upp á götuhornum með þessu lagi. Þegar ég hugsa um vor, þá hugsa ég um París og þegar ég hugsa um París þá hugsa ég um þetta lag. Reyndar er Amelie soundtrackið liggur við bara soundtrack borgarinnar

Tuesday, April 10, 2007

Jools Holland

Þátturinn Later... with Jools Holland er einn af þessum þáttum sem maður rekst á þegar maður kemst í Fjölvarpið hjá einhverjum og maður einfaldlega festist yfir því og hættir að skipta, meira að segja þótt það sé þýsk útgáfa af Die Hard II eða mótorhjólakappakstur á Eurosport.
Nú á seinni árum Lýðnetsins er orðið auðveldara að nálgast upptökur úr Later með hjálp Youtube. Hérna eru nokkur góð vídjó. Vonandi bætist við þau...

The Arcade Fire - Power Out


The Libertines - Boys in the Band


Bloc Party - Helicopter


The Fratellis - Chelsea Dagger


Goldfrapp - Ooh La La


The Ukulele Orchestra of Great Britain - Smells Like Teen Spirit


Seasick Steve


og meira af Seasick Steve...


og að lokum
Arcade Fire - Rebellion(Lies)

Topp 5 heartbreaking lög

1. The Shins - New Slang
I'm looking in on the good life I might be doomed never to find

Það má alveg búast við því að þetta lag dúkki upp á fleirum en einum lista hjá mér enda eitt af mínum allra uppáhalds lögum. Hjartað í mér brestur alltaf smá þegar línan hér að ofan hljómar... kannski aðeins minna núna en áður samt.

2. Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
And he takes and he takes and he takes...

Ef New Slang er ekki uppáhalds lagið mitt þá gæti þetta mögulega verið það. Það er svo fallegt og sorglegt og þó ég sé búin að hlusta á það þúsund sinnum þá get ég ekki annað en hlustað á textann með athygli í hvert einasta skipti.

3. Bonnie 'Prince' Billy - I See A Darkness
Is there hope that somehow you can save me from this darkness?

Þetta lag er nú bara heartbreaking því manninum líður augljóslega ekki vel. Ég sé alltaf fyrir mér að þetta lag passi fullkomlega í kojufyllerí með þunglyndislegri tónlist og táraflóði. Sem betur fer hef ég aldrei prófað slíkt en ef af því verður þá verður þetta fyrsta lagið á fóninn.

4. Cat Power - Good Woman
And that is why I am lying when I say that I don't love you no more...

Breakup eru auðvitað í eðli sínu hearbreaking og þetta er dæmigert breakup lag. Ég er alltaf mjög glöð yfir því að vera ekki í ástarsorg þegar ég hlusta á þetta því það væri nú ekki til að hressa mann við að heyra stúlkuna kveljast.

5. Feist - Let It Die
Let it die and get out of my mind...

Úff þetta er eitthvað svo skelfilegt lag. Þessi fyrsta lína segir svo allt um það þegar maður getur ekki hætt að hugsa um einhvern þó maður viti að það sé rugl. Gahhh kills me every time!

Topp 5 heartbreaking lög

Páskarnir taka á. Bumban stækkar og maður m.a.s. gleymir að setja inn listann sinn. En ég var reyndar fjarri tengingum við Lýðnetið. En hérna, allt of seint, er listinn minn:

1. Bonnie Prince Billy & Matt Sweeney - I Gave You
I gave you a child, and you didn't want it
Thats the most that I have to give.

Ég hef oft sagt að þetta sé eitt sorglegasta lag sem ég heyrt og ég stend alveg við það. Manni líður einfaldlega bara illa með honum Will kallinum.

Minni annars á góða þrífara

2. Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuesday night at the Bible study
We lift our hands and pray over your body
But nothing ever happens

Sufjan saknar stelpunnar sem hann missti áður en eitthvað náði að gerast á milli þeirra. Lagið er fallegt, textinn er fallegur og söngurinn er óaðfinnanlegur og fullur trega.

3. Radiohead - Pyramid Song
Jumped in the river, what did I see?
Black-eyed angels swam with me

Ég man þegar Amnesiac kom út og ég var að reyna að verja þessa plötu með kjafti og klóm og reyna að segja fólki að þetta væri bara ein mest solid b-sides plata allra tíma. Ég nýtti stundum þetta lag til að sýna hvað ég væri að meina en yfirleitt fékk ég bara pirring til baka því þetta lag væri svo gífurlega depressing. Satt, en það er samt alveg gífurlega fallegt og ótrúlega flókið í einfaldleika sínum. Ég mana þig til að hlusta á það með góð headphone.

Svo fylgir myndbandið hérna sem er eitt af þessum myndböndum sem actually bætir lagið sem það er við. Þú ættir samt að reyna að redda þér því í betri gæðum.



4. The Cure - There Is No If...
"if you die" you said "so do i" you said...
But it ends the day you see how it is
There is no always forever... just this...
Just this...

Heartbreaking lög án Cure? Njah-ah! Frábært lag með mjög góðum texta um samband sem er orðið gamalt og hefur ekki elst vel.

5. Immortal Technique - Dance With the Devil
I once knew a nigga whose real name was William
His primary concern was making a million
Being the illest hustler that the world ever seen
He used to fuck moviestars and sniff coke in his dreams

Ég var að keyra heim eitt kvöldið og var með útvarpið á og þetta lag kom á og ég mest festist inn í því alla leiðina heim. Sagan í þessu lagi er eins heartbreaking og það gerist og alveg gífurlega gróf þannig að maður er sleginn utan undir með henni.